Saga - 1987, Blaðsíða 33
LÚTHER í ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
31
burða. Hitt er jafnvel meira um vert, að hann tæpir á því, að kennifað-
innn kunni að hafa tekið breytingum og þá ekki skilyrðislaust og
endilega til betri vegar: „Tók nú skap hans heldur að styggjast", segir
a einum stað og aftur litlu síðar: „Brydda fór og meðfram á metnaði
þeim hjá Lúther að Guð hefði sendt hann öðrum framar til frelsis sínu
Evangelio..." (op. cit., bls. 42-43). Árni útfærir þetta ekkert nánar,
enda eru það siðaskiptin en ekki persónusaga Lúthers, sem er megin-
verkefni hans. Pað mun þó mála sannast, að álíka nálarstungur í
helgimyndina og þessar eru lítt hugsanlegar, og finnast enda ekki,
hjá séra Jóni í Hítardal eða Hálfdani skólameistara.
Þess skal svo að lokum getið, áður skilizt sé að fullu við Árna
Helgason, að þar sem hann á annað borð tekur afstöðu, er hann ekk-
ert að leggja sér til eitthvert yfirskinshlutleysi. Hann er argur yfir
slugsarahætti sinna manna og hvernig þeir halda á spilunum: „Þetta
Páfabref hafði þá verkan, sem Keisara grunaði, það vakti Prótestanta
hl fulls, svo þeir söfnuðu miklum her; en þó var mörg þeirra forsóman"
(op. cit., bls. 69, leturbr. hér).
Það er svo 34 árum síðar, sem íslendingum býðst í fyrsta sinn á
sinni eigin tungu sérstök ævisaga Lúthers. Þetta var árið 1852, og
höfundur var Jón Árnason, þjóðsagnasafnarinn mikli. Þetta er á
margan hátt læsilegt rit, blessunarlega stutt og málfarið jafn látlaust
°g vandað og við mátti búast frá Jóni.
í formála getur Jón þess, að ekki færri en átta rit nafnfrægra rithöf-
unda hafi verið hagnýtt til þess að rita ævisöguna. Því miður nefnir
Jón ekkert þessara rita, nema ef vera skyldi ævisögu Lúthers eftir
N.M. Petersen. Frá hjartanu kemur það andvarp hans, og allra þeirra
sem við svonefndar „annars flokks heimildir" þurfa að notast, að "...
er>ga þá bók hafði jeg við höndina, sem var svo á sig komin, að henni
mætti fylgja í öllu".
Lýsing Jóns á aðdraganda siðaskiptanna er öll í þekktum stíl, eins
°g nú mætti fara að nefna það. Lýsing hans á æsku Lúthers er þó að
einu leyti athyglisverð:
Snemma setti hann [þ.e. Hans Lúther] son sinn til mennta og
kom honum í skóla, og var Lúter yngri laminn þar mjög, og þó
ekki síður af föður sínum; því þá þótti það barna uppeldi bezt,
að þau væru hýdd opt og drjúgum. Að öðru leyti unni faðir
hans honum af alhuga; og ef veður var slæmt, bar hann son
sinn á handlegg sjer í skólann (Jón Árnason 1852, bls. 5).