Saga - 1987, Blaðsíða 152
150
KJARTAN ÓLAFSSON
komnir hér inn, aukist og margfaldist og uppfylli jörðina
okkar.
Páll í Árkvörn kvaðst enga trú hafa á því, að skilmálar yrðu haldnir,
ef Frakkar næðu hér fótfestu á annað borð og minnti á ólöglegar veið-
ar Frakka innan fjögurra mílna landhelgi við strendur íslands. Hann
benti líka á, að erfitt yrði að neita öðrum þjóðum, ef Frakkar fengju
heimild til að verka hér fisk en sagði síðan:
..,að leyfa útlendingum að þyrpast svo hér, að vér yrðum sjálf-
ir að flýja strendurnar og þannig fara á mis við allan arð af
sjónum, því ég get ekki annað en álitið það þann skaða fyrir
landið, sem við nú getum ekki metið, hvað stór kynni að
verða.
Kápan borin snilldarlega á báðum öxlum
Jón í Tandraseli kvaðst telja nefndarálitið vel samið „og það svo
snilldarlega, að ég get ei gert mér í grun, að stjórnin mundi vænta
þeirrar kunnáttu hjá Islendingum eður Alþingi, að það kynni að bera
svona fallega kápuna á báðum öxlum." Þingmaður Mýramanna hélt
því fram, að með því að útvega sér „þetta litla fiskverkunarleyfi", þá
ætli Frakkar „að koma svona fyrst inn höfðinu, og þá þeir séu inn-
komnir, að setja sig þá í bóndasætið og ráða hverju sem þeir vilja."
Um hið óbeina tilboð nefndarinnar til Frakka sagði Jón í Tandraseli,
að sér þætti óþarft, að alþingi „færi að leiða þá kosti í ljós, er Frakkar
gætu ginnt okkur með," og bætti við: „Ég vildi hafa þagað um það og
beðið þess, að þeir sjálfir hefðu uppfundið þau kostaboð." Einarðlega
neitun við beiðni Frakka taldi Jón rétta svarið.
Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari, þingmaður Reykvíkinga, tók
undir breytingartillögur Guðmundar Brandssonar og kvaðst vilja fella
alveg niður síðustu orðin í 3. lið tillögu nefndarinnar, orðin „að svo
komnu og eins og hún nú liggur fyrir" (sjá hér bls. 147). Halldór
kvaðst ekki neita því, að varkárni og hyggindi gætu verið góð, en
hann kvaðst hvorugt sjá hjá nefndinni, heldur bara vafa, - „eins og
nefndin hafi verið í vandræðum með að finna orð, sem væru nógu
mjúk og þýðingarlítil". Bað Halldór um skýlaus orð, svo að skilja
mætti meininguna.
Fullum stuðningi við álit nefndarinnar og tillögu lýstu þeir Páll