Saga - 1987, Blaðsíða 39
LÚTHER 1ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
37
meiri, þótt reynt sé að þegja yfir því, sem þau hafi illt gert. Rit Lúthers
gegn bændum sé „ljótur blettur" (Magnús Jónsson 1917, bls. 102).
Orðum trúarhetjunnar sé ekki alltaf að treysta, til dæmis um Rómar-
för hennar: „En gæta verður þess, að Lúther sjálfur er einn til frásagn-
ar um allar hans hugrenningar í Róm. Og hætt við að endurminning-
in um það hafi litast af skoðun hans hinni síðari" (op.cit., bls. 32).
Það var víst ekki margt, sem Magnús dósent gat ekki. Ferill hans
allur er slíkur, að ósjálfrátt kallar hann fram í hugann fleygar hend-
mgar Jóns forna um Stefán biskup: „Vinur falslaus var hann guðs,/
veraldarmaður um leið". Það djarfar fyrir veraldarmanninum strax í
Lútherssögunni 1917. Hann segir með sýnilegri velþóknun frá bragði
Friðriks vitra Saxlandsfursta:
Hann sá glögt fjársafn páfanna, og verndaði land sitt öflugri
hendi gegn yfirgangi þeirra. Þegar páfinn ljet selja syndalausn
um Þýzkaland, og kvað fjenu eiga að verja til krossferðar gegn
Tyrkjum, þá leyfði Friðrik vitri söluna í Saxlandi, en tók svo
fjeð undir sig. Kvaðst hann skyldi geyma það þar til krossferð-
in yrði farin. Hann vissi sem var, að páfi mundi verja því í sína
þágu (op.cit., bls. 29).
Einhvern veginn á maður bágt með að hugsa sér svona sögu hrjóta
úr penna hjá Jóni biskupi Helgasyni.
Auðvitað varð Magnús Jónsson prýðisgóður sagnfræðingur, ef svo
mætti segja „á veraldarvísu", strax og hann sneri sér að því, og óþarfi
að tína til rit hans því til sönnunar. Þó má færa rök að því, að trúar-
kuflinn sé honum fullfastur um herðar, þegar hann hyggst íklæðast
skikkju sagnfræðinnar og skrifa kirkjusögu. Meginrit hans um þau
efni er Saga kristinnar kirkju, sem kom út 1941. Hann þykir ekki heilla-
vænlegur í sagnfræði viðtengingarhátturinn, en stundum verður illa
Ejá honum komizt, árið er 1520 og Lúther að ritstörfum:
Eitt fyrsta rit þessa árs var ritið Um góðverkin. Það er skýring
boðorðanna tíu og talið með beztu ritum Lúters. Sýnir hann
þar fram á, að enginn verður (leturbr. hér) hólpinn fyrir góð
verk. En góð verk eru óhjákvæmilegur ávöxtur þess, að mað-
urinn verður hólpinn fyrir trúna (Magnús Jónsson 1941, bls.
259).
Hér myndi sagnfræðileg smásmygli heimta orðalag á þá leið, að
Lúther sýni að enginn verði sáluhólpinn fyrir góðverk.
Þá er frásögnin af Lúther á ríkisþinginu í Worms 1521 undarlega