Saga - 1987, Blaðsíða 233
RITFREGNIR
231
Þar er greint frá því hvernig farið er með kínversk, tyrknesk, indversk, pers-
nesk og arabísk nöfn en engin regla tiltekin um evrópsk nöfn enda er með-
ferð þeirra stundum klaufaleg. Hvers vegna er t.d. Lissabon kölluð Lisboa
(9:57,59,70)? Og Galisía kölluð Galicja, meira að segja talað um Galicju í
aukafalli (13:25)? Og hvers vegna eru sum nöfn á kortum (t.d. 9:87, 13:54)
þýdd og önnur ekki? Klúðurslegt er að segja nasistaflokkinn þýska „bayersk-
an" (13:151) og óhætt er að kalla Böhmen-Máhren (13:53) alltaf Bæheim og
Mæri (13:186).
I íslensku útgáfunni er því sem næst algerlega farið eftir norsku útgáfunni
hvað snertir umbrot mynda og texta sem virðist þaulhugsað. Reyndar virðist
niér það enn nákvæmara í 9. bindi enda hefur útlitshönnuði 13. bindis þá
bæst liðstyrkur. Islenski textinn fellur ekki alltaf inn í umbrotið, er oft ögn
styttri en sá norski sem virðist passa upp á línu. Þegar texti er þýddur getur
hann aldrei orðið jafnlangur nema þess sé sérstaklega gætt. Þetta skapar á
stundum ljóta umbrotshnökra í íslensku útgáfunni þar sem má sjá auðar lín-
ur í miðri efnisgrein (9:192), milli efnisgreina í miðjum undirkafla (9:141,
9'-219), misljóta hóruunga (9:204, 9:220, 13:35, 13:148) og stakar línur í upp-
hafi undirkafla (9:86, 9:87). Stakar línur sjást að vísu í 13. bindi norsku útgáf-
unnar. Ævinlega er jafnstór eyða milli undirkafla í norsku útgáfunni en í
þeirri íslensku er eyðan frá einni línu upp í fjórar til fimm sem er dálítið ljótt.
Þetta er stundum gert til að teygja textann þannig að ekki verði textalaus síða
afiast í kaflanum. Til er að myndir hafa verið færðar milli síðna (13:151;
13:152 i norsku útgáfunni).
Letur bókarinnar er mjög læsilegt og hæfilega stórt. Rammagreinar eru
nieð örlítið stærra letri en myndatextar með mjög smáu skáletri. Myndatext-
arnir eru flestir á stórum spássíum á jöðrum opnanna. Prentun er yfirleitt
8óð, einkum á 9. bindi. Litir í einu korti hafa prentast skakkt þannig að
'andamæri eru ekki á réttum stað (13:31). Slæðingur af prentvillum er í
bókunum en þær eru þó ekki mjög margar. Á tveimur stöðum fann ég ranga
iehrrgerð í myndatextum (13:211, 13:213).
V
Það er auðvelt að finna að smáatriðum í svona ritverki og er ekki gert hér til
fð lasta ritin. Fæst þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd eru þess eðlis að
Pau skipti miklu varðandi gildi verksins. Og þótt myndefnið sé snar þáttur
bókanna sem áður segir er það textinn sem ræður því hvort þær eru
skemmtilegar. Þannig finnst mér 9. bindi mun skemmtilegra og betur samið
13. bindi. Þar kann þó einnig að valda að mér er meira nýnæmi í efni 9.
.dis þar sem ég hef kennt sögu millistríðsáranna og síðari heimsstyrjold-
lna bl stúdentsprófs í nokkur ár.
8- bindi er líka allsamstætt að efni, byrjar á glöggri lýsingu á því hvernig
ramleiðsluhættir breyttust í Evrópu frá hinu fastmótaða fyrirkomulagi mið-
alda til iðnbyltingar. Iðnbyltingunni sjálfri verður lýst í 10. bindi. Athygh
Vekur að í 8. bindi eru gjarna tilgreindar heimildir að upplýsingum í töflum