Saga - 1987, Blaðsíða 149
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
147
verði jafnan leitað, ef berast kynnu fleiri beiðnir frá erlendum ríkj-
um um aðstöðu til fiskverkunar á íslandi.
3- „Að þingið ekki sjái sér fært að aðhyllast áskorun hinnar keisara-
legu frakknesku stjórnar að svo komnu og eins og hún nú liggur
fyrir."
Ekki leynir sér, að hér er um samkomulagsorðalag að ræða. Beiðni
Frakka „eins og hún nú liggur fyrir" er hafnað „að svo komnu", en
með þessu orðalagi er í raun gefið undir fótinn með samninga, vilji
Frakkar fallast á þá skilmála, sem tilgreindir eru í nefndarálitinu. í
álitsgerð nefndarinnar segir, að það hlyti að verða landinu til hins
mesta óhagræðis, ef bannið við fiskverkun útlendinga hér yrði numið
ur lögum „takmarka- og skilyrðislaust". Pví til rökstuðnings er bent
a/ að með slíkri ráðstöfun væri ekki aðeins þrengt alvarlega að fisk-
veiðum íslendinga, heldur mætti einnig búast við, „að hin íslenska
fiskverslun gjörsamlega kæmist í hendur útlendra þjóða." Síðan segir
orðrétt:
En þó að nefndin ekki geti fundið ástæðu til, að þessi löggjöf
verði upphafin yfir höfuð að tala, þá má þó hugsa sér, að þau
hagnaðarboð kynnu að koma frá einstökum þjóðum, að það
væri ástæða til að veita þeim sérstaklegt leyfi til þessa eða
undantekningu frá lögunum með vissum skilmálum og skul-
um vér leyfa oss stuttlega að minnast á það helsta, sem oss, ef
svo bæri undir, virðist sér í lagi nú ætti að taka til greina og er
það þetta:
Að nýr og ábatasamur markaður opnist fyrir íslenskar vörur í því
landi og að ójafnaðartollur á íslenskum vörum væri af tekinn í
löndum þeirrar þjóðar, sem færi fram á að öðlast slíkt fiskverk-
unarleyfi.
Að slík fiskiverkunarstofnan og fiskimenn þeirrar þjóðar, sem
þetta leyfi yrði gefið, megi kaupa fisk af íslendingum og aðrar
vörur þeirra en opnaði þeim á móti aðflutning og verslun á
ýmsum vörum.
Að sú þjóð, sem leitar þessa leyfis, tiltaki fyrirfram stað, stærð og
fyrirkomulag þeirrar fiskiverkunarstofnunar, er hún vill fá að
reisa.
Að lögreglustjórnin á þessum stöðum væri svo efld og aukin, og
aðrar þær ráðstafanir gerðar af stjórninni, að þetta mætti virð-
ast í alla staði tryggjanda fyrir réttindi íslendinga í viðskiptum