Saga - 1987, Blaðsíða 250
248
RITFREGNIR
kvenna á alþingi. Ingibjörg H. Bjarnason sat á þingi 1923-1930 og Guðrún
Lárusdóttir á eftir henni eða frá 1930-1938. Það er vissulega fróðlegt að bera
saman störf þeirra á þingi og þá málaflokka, sem þær beittu sér fyrir, því að
þær voru um margt ólíkar og vandamálin mismunandi þau ár, sem þær sátu
á þingi. Eitt helsta baráttumál Ingibjargar var bygging Landspítaia, sem lokið
var 1930. Ingibjörg var kjörin á þing af kvennalista, en gekk fljótlega í
íhaldsflokkinn, og talið hefur verið að hún hafi tekið þá ákvörðun til að verða
betur ágengt í baráttunni fyrir byggingu Landspítalans. Hún þurfti hins veg-
ar að þola mikla andstöðu kvenna vegna þessa. Og konur urðu henni reiðar,
þegar hún greiddi atkvæði með undanþágu frá áfengisbanninu til innflutn-
ings léttra Spánarvína, en Spánverjar höfðu hótað að setja innflutningstoll á
saltfisk, ef íslendingar keyptu ekki vín af þeim. Ingibjörg beitti rökum um
slæman fjárhag ríkisins og lét ekki á sig fá, að afstaða hennar stríddi gegn
vilja fjölmargra kvenna. í hennar tíð á þingi voru samþykkt merk lög, sem
breyttu réttarstöðu kvenna. Varhún eini flutningsmaður nokkurra þeirra, en
lögin frá 1923 um skyldur og réttindi hjóna voru fullunnin, þegar hún tók
sæti á þingi, en hún Iýsti ánægju sinni með þau og stuðningi. Kveða þau á
um jafnræði í hjúskapnum. Árið 1926 gengu í gildi lög um kosningar í
málefnum sveita og kaupstaða, en í þeim var fellt úr gildi Iífseigt ákvæði um,
að konum væri heimilt að skorast undan kosningu. Barðist Ingibjörg fyrir
þessu máli, sem hafði í meira en tvo áratugi farið fyrir brjóstið á öllum, sem
létu sig réttindi kvenna einhverju varða. Konurnar í forystu kvenréttinda-
hreyfingarinnar gömlu héldu því alltaf fram, að réttindum ættu að fylgja
skyldur.
Guðrún Lárusdóttir skipar sér í fjölmenna sveit kvenréttindakvenna, sem
sameinuðu kvenréttindamál, bindindismál og trúmál og náðu miklum
árangri á síðari hluta 19. aldar, einkum í Bandaríkjunum. Hugmyndir þar að
baki voru hugmyndir evangelískrar lútherstrúar. Hún lagði áherslu á bind-
indismál, beitti sér fyrir því, að samþykkt voru fyrstu lög um barnavernd hér
á landi 1932 og bar hvað eftir annað fram frumvörp um uppeldisheimili fyrir
vangefin börn og unglinga án árangurs. Heilbrigðismálin voru fyrirferðar-
mikil, einkum barðist hún fyrir hæli fyrir drykkjumenn, fræðslu um áhrif
tóbaksnautnar, og þeir sem minna máttu sín áttu tryggt liðsinni hennar. Báð-
ir fyrstu fulltrúar kvenna á alþingi sinntu málefnum óskilgetinna barna og
mæðra þeirra. Pað er athyglisvert, að Guðrún reyndi tvívegis að bera fram
frumvarp um húsmæðrafræðslu án árangurs og beittu þingmenn rökum um
erfiða tíma og því væri ekki fært að sinna því. Það komst hins vegar í gegn-
um þingið skömmu eftir hennar tíð. Þetta beinir huganum að því, að á milli-
stríðsárunum setti húsmæðrahugmyndafræði mark sitt á kvennabaráttuna
og átti marga talsmenn innan hennar jafnt hér á landi sem annars staðar.
Guðrún vefengdi ekki hefðbundin viðhorf til eðlis og hlutverks kvenna, og
hún Iét í Ijós miklar áhyggjur af frumvarpi því, sem lagt var fram 1934 um
leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um
fóstureyðingar, sem var samþykkt. Þá ræddi hún ekkert frumvarpið um að
heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir að það auki
kyn sitt. Það varð að lögum 1938. Hún sinnti heldur ekki um ríkisborgararétt