Saga - 1987, Blaðsíða 192
190
SIGURÐUR PÉTURSSON
ingum um greiðslu og eftirgjafir á ábyrgðarkröfum á félags-
menn fiskveiðasamvinnufélaga, er á þá hafa fallið vegna
skuldaskila félagsins.1
Við umræðuna á alþingi kom fram að hér væri átt við Samvinnufé-
lag ísfirðinga, ef ekki eingöngu, þá í meginatriðum.
Ýtt úr vör að nýju. Stríðsgróði
Erfiðlega gekk að koma bátunum út árið 1936, en eftir að samdist við
Kaupfélag ísfirðinga um vinnslu aflans fékkst fyrirgreiðsla í bönkum
svo veiðar gátu hafist. Var þetta lélegasta þorskvertíð frá upphafi
félagsins. Aðeins var landað 488 tonnum af saltfiski. Hins vegar varð
síldarvertíðin ágæt, eins og oft áður. Velta félagsins var nú rúmlega
300 þúsund krónur, en tap ársins 33 þúsund krónur.2
Næstu tvö ár, 1937 og 1938, varð nokkur hagnaður af rekstrinum.
Porskaflinn var með lélegra móti og verðlag bágborið, en síldarvertíð-
in rétti afkomuna við. Hagnaður ársins 1937 nam 20 þúsund krónum,
þó að tap yrði á íshúsinu í fyrsta sinn, og félagið hefði skaðast um 16
þúsund krónur á majetssíld það árið. Árið eftir var ágóðinn aðeins
4800 krónur, en þá voru gerðar upp vélarnar í fjórum bátum.3
Árið 1939 varð þorskafli góður og bátarnir voru nú aftur sendir á
ísfiskirí á haustvertíð. Síldveiðin brást hins vegar að miklu leyti, en
verðlag hélst hátt. Tap varð á bátunum, samtals 24 þúsund, en hagn-
aður af félaginu í heild 47 þúsund krónur. Mesti ágóðinn var af síld-
arsöltun sem félagið rak á Skagaströnd.4 Haustvertíðin 1939 markaði
upphafið að nýju tímabili í útgerðarsögunni. Heimsstyrjöldin var
skollin á, og fiskverð steig ört. Einkum var siglt með ísfisk til
Bretlands. Bátar Samvinnufélagsins voru ekki nógu stórir til að sigla
sjálfir utan, heldur lönduðu þeir aflanum í togara eða sérstök fisk-
flutningaskip.
Stríðsárin voru veltiár fyrir útgerð hér á landi. Samvinnufélagið
naut einnig góðs af bættum ytri skilyrðum í sjávarútvegi. Árin 1940-
42 söfnuðust mörg hundruð þúsund krónur í varasjóð þess. Hins
1 Alþingistíðindi 1938, A 620 og B 147-149, 151-153, 159-162, 163-164.
2 Skýrsla um starfsemi S.í. árið 1936.
3 Skýrsla um störf S.í. árið 1937 og árið 1938.
4 Skýrsla um störf S.í. árið 1939.