Saga - 1987, Blaðsíða 287
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1987
285
Skúla Kjartanssonar, með styrk Vísindasjóðs. Búið er að setja meginhluta
textans á tölvu Sögufélags, en ekki unnt að tilgreina útkomutíma.
Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafellssýslu 1839-43 eru einnig á undirbúnings-
stigi, en útkomutími óviss.
Að lokum sagði Einar Laxness, forseti Sögufélags, eftirfarandi:
Sögufélag hefur nú starfað í 85 ár, stofnað á 30 manna fundi á Hótel
íslandi 7. marz 1902. Tildrög voru þau, að þrír fræðimenn: Hannes
Þorsteinsson, ritstjóri, Jón Þorkelsson, landsskjalavörður, og Jósafat
Jónasson, ættfræðingur, sendu út undirskriftarskjal með áskorun
um stofnun félags, sem hefði að aðalmarkmiði að gefa út „söguleg
heimildarrit frá síðari öldum", sem enn lægju óprentuð í söfnum. í 1.
gr. laga hins nýja félags sagði: „Það er upphaf laga vorra, að félag
vort heitir Sögufélag, og er ætlunarverk þess að gefa út heimildarrit
að sögu íslands í öllum greinum frá því á miðöldum og siðan, og í
sambandi við þau ættvísi og mannfræði þessa lands."
Allar götur síðan hefur Sögufélag reynt að vinna á þessum grund-
velli, sem lagður var í öndverðu, þótt ýmislegt fleira hafi komið til í
tímans rás. Heimildir frá síðari öldum hafa lengstum verið burðarás
útgáfu félagsins, auk þess hefur verið gefið út safnritið Blanda, með
margvíslegum fróðleik, og frá 1950 tímaritið Saga, hið fyrsta og eina
faglega tímarit sagnfræðinga á íslandi, ennfremur yfirlitsrit, rit
um einstaklinga og samtíð þeirra, afmælisrit o.fl. Á aðalfundi
Sögufélags 1979 var útgáfugrundvöllur breikkaður að nokkru,
þar sem í 1. gr. nýrra laga sagði svo um sagnfræði, einkum sögu
íslands: „Heimildarit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritið
Sögu."
Um viðtökur almennings í landinu við starfsemi Sögufélags er það
að segja, að þar hafa auðvitað skipzt á skin og skúrir. Hæst komst
félagatalan á fyrri árum (1947) upp í tæplega 1200 manns; mun útgáfa
Þjóðsagna Jóns Árnasonar hafa valdið mestu þar um. Síðan féll talan
niður aftur, og varð ekki á því bót ráðin, fyrr en dagleg afgreiðsla
félagsins var opnuð í Fischersundi árið 1975, þar sem hún hefur verið
síðan. Frá þeim tíma hefur félagatalan aukizt jafnt og þétt, þar til hún
komst hæst í nær 1500 manns fyrir nokkrum árum. Hin allra síðustu
ár hefur þó nokkuð vantað á, að þessi fjöldi skilaði sér, þegar Saga
hefur komið út, svo að vart er raunhæft að ætla, að fleiri en 12-1300
manns greiði með skilum árgjald Sögu. Verður því að leggja áherzlu
á að vinna upp aftur, það sem tapazt hefur, - og vonandi verður hin
nýja Saga til þess fallin.
Annað mál er það, að aðrar útgáfubækur félagsins þyrftu yfirleitt
að seljast betur og/eða hraðar en raun hefur oft orðið á. Og þó þarf
síður en svo að kvarta yfir sölunni s.l. ár, en þá hlaut Reykjavíkurbók
félagsins, Sveitin við sundin, einstaklega góðar viðtökur, enda eina
ritið, sem þá kom út á 200 ára afmæli Reykjavíkur.
Sögufélag á vonandi enn um langa framtíð góðan hljómgrunn
meðal íslendinga. Verkefnin eru næg meðan þjóðin er sér meðvit-