Saga - 1987, Blaðsíða 194
192
SIGURÐUR PÉTURSSON
og vor, en síldveiðar á sumrin. Á haustvertíð var einnig róið með
línu, en í kreppunni féllu haustróðrar niður um skeið vegna fjárhags-
erfiðleika. Allur þorskafli var verkaður í salt, en upp úr 1930 var
reynd ísfisksala á haustin í nokkur ár. Á stríðsárunum varð ísfiskur-
inn nær alls ráðandi. Verðfall á saltfiski og sölutregða hjó mjög nærri
félaginu á árunum 1931-35. Hins vegar gengu síldveiðarnar yfirleitt
vel, og starfrækti félagið síldarsöltun á Siglufirði og Skagaströnd sem
það hagnaðist vel á. Saltfiskverkun stundaði félagið á ísafirði fram til
ársins 1934. Það veitti fjölda sjómanna og verkamanna atvinnu, enda
var það langstærsta útgerðarfyrirtæki á ísafirði á þessum árum.
Fyrst í stað var uppbyggingu félagsins þannig háttað, að um bátana
voru mynduð sérstök eigendafélög með aðild skipstjóra, annarra
sjómanna og fleiri félagsmanna í Samvinnufélaginu. Þessi skipan
mála stóð aðeins skamma hríð, því áhættan við útgerð bátanna var
meiri en í rekstri félagsins í heild. Samvinnufélagið keypti því bátana
árið 1930.
Árið 1935 var svo komið eftir enn eitt tapárið, að félagið var orðið
mjög illa stætt. Sótti það um lán hjá Skuldaskilasjóði vélbátaeigenda,
og komst reksturinn þá á réttan kjöl á ný. Eftirmál urðu nokkur vegna
skuldakrafna fyrri eigenda bátanna, og féll dómur um ábyrgð
félagsmanna á þeim skuldum. Það mál leystist með lántöku úr opin-
berum sjóðum eftir að alþingi lagði blessun sína yfir þá málsmeðferð.
Reksturinn gekk bærilega fram til 1939, en þá tóku við uppgrip í kjöl-
far hækkandi fiskverðs í heimsstyrjöldinni síðari.
Þó að stríðsárin yrðu gróðaár, gengu bátar og vélar úr sér, og far-
kostir félagsins hentuðu ekki á nýjum tímum í útgerð landsmanna.
Samvinnufélag ísfirðinga, fyrsta útgerðarsamvinnufélag á íslandi,
sofnaði svefninum langa í byrjun sjötta áratugarins.
Heimildir
Prentaðar heimildir
Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð íslands 1904-1964. Rv. 1969.
Alþingistíðindi 1928 og 1938.
Ásgeir Jakobsson: Sigling fyrir Núpa. Rv. 1965.
Fiskiskýrslur og hlunninda fyrir árin 1926-1930 (Hagskýrslur íslands), Rv. 1928-1932.
Hannibal Valdimarsson: Alþýðuhreyfingin og Isafjörður. Rv. 1944.
- „Samvinnufélag Isfirðinga". Sjómannablaðið Víkingur, júlí 1940, 9-11 og 13.
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum: Af sjónarhóli. Minningaþættir. Rv. 1967.