Saga - 1987, Blaðsíða 163
DÝRAFJARÐARMÁLIÐ
161
8egn honum. Fram kemur, að franski forsætisráðherrann, Achille
Pould, sé talinn standa höllum fæti. í annarri frétt frá París í sama tölu-
blaði af Allgemeine Zeitung er Iíka talað um vaxandi tilhneigingar í
Frakklandi til að draga úr verndartollum og nálgast verslunarfrelsi.
Fréttir af þessu tagi hefur vafalaust verið að finna víðar í evrópsk-
urn blöðum og tímaritum um þetta leyti. Pað má því teljast ákaflega
h'klegt, að Jón Sigurðsson hafi gert sér vonir um, að áhrif fríverslunar-
S1nna færu vaxandi í París og vænst þess, að þá opnaðist Ieið til samn-
mga við Frakka. Dýrafjörður átti að verða trompið á hendi íslendinga
1 þeim samningum. Þvílíkar hugmyndir hafa, hvað sem öðru líður,
ekki getað flokkast undir draumóra. Þeirri staðhæfingu Gríms
Thomsens, að hann hafi ætíð talið óhugsandi, að Frakkar slökuðu á
tollalögunum og drægju úr ríkisstyrkjum, verður að taka með fyrir-
vara, enda sett fram eftir á og e.t.v. til að friða gamla Bjarna, sem
greinilega hefur verið harður andstæðingur nýlendustofnunar
Frakka. Tilraun til að heimfæra kenningu Gríms upp á Jón Sigurðsson
leiðir aðeins á villigötur.
Danska stjórnin féllst á niðurstöður alþingis. í París héldu
tollverndarsinnar velli og þess vegna féll málið niður
^egar Grímur ritaði bréf sitt til Bjarna Þorsteinssonar haustið 1858,
hafði danska ríkisstjórnin reyndar ekki enn svarað Frökkum með
formlegum hætti. Svo virðist þó sem franska keisarastjórnin hafi látið
h’ýrafjarðarmálið niður falla um það leyti, er fréttir bárust af af-
greiðslu alþingis. Grímur Thomsen segir Iíka í bréfi því, sem hér var
Vltnað til, að síðan þá hafi engin orðsending borist frá frönsku stjórn-
'nru um málið. Tollverndarsinnar hafa því enn um sinn haldið undir-
tökunum í frönskum stjórnmálum, þrátt fyrir harða sókn fríversl-
unarmanna. Við slíkar aðstæður var þess ekki að vænta, að tekið yrði
1 spottann, sem alþingi rétti alla leið til Parísar sumarið 1857.
^orið 1859 tók danska stjórnin sig loks til og sendi Frökkum form-
Iegt svar við beiðni þeirra um aðstöðu til fiskverkunar í Dýrafirði.
T’ann 25. maí 1859 lagði dómsmálaráðuneytið, sem fór með íslands-
mál, þá tillögu fyrir konung, að fullt tillit yrði tekið til afgreiðslu
alþingis á Dýrafjarðarmálinu og Frökkum yrði svarað í samræmi við
tl