Saga - 1987, Blaðsíða 241
RITFREGNIR
239
stöðvunum eins og bráðið vax (bls. 24-25). Hin er tekin í fölri vetrarbirtu til
norðurs yfir gossprunguna (bls.33). Þessar myndir Sigurðar sóma sér vel í
bók, sem honum er tileinkuð, og sýna hversu næmt auga hann hafði fyrir
hinu stóra og smáa í eðli jarðeldsins.
Mynd Halldórs Kjartanssonar af Hverfjalli (bls. 27) í daufum haustlitum
með snjóföl hið efra er bæði sérstæð og skýr. Fjölmargra annarra mynda
mætti að góðu geta. En svo eru það hinar myndirnar, sem ég vil engin verð-
laun veita. Þar verður fyrst fyrir mynd af Herðubreið (bls. 12), þessari
vinsælustu fyrirsætu öræfanna. Það eru örugglega til þúsundir betri Herðu-
breiðarmynda en þessi flata og lífvana mynd, sem orðið hefur fyrir valinu í
bókina. Á bls. 30 og 31 eru tvær slakar myndir úr Mývatnssveit. Önnur
þeirra er af Þrengslaborgum og segir ekkert annað en að vonlaust sé að ná
góðum myndum af landslagi í blettasólskini. Hin er af Hófnum norðan Leir-
hnjúks, dýptarlaus skuggamynd. Miðað við þann aragrúa af myndum sem
teknar voru i Vestmannaeyjagosinu hefði ekki átt að þurfa að birta annað en
úrvalsmyndir af því í bókinni. Myndaopnan á bls. 124-125 hefur einungis
slakar miðlungsmyndir að geyma. Neðst á svarta listanum er svo mynd af
megineldstöð við Þórðarhyrnu (bls. 69) sem sýnir ekkert nema snjó í blá-
mósku. Ég nefni ekki fleiri myndir hér. Allmargar myndir í bókinni eru tekn-
ar af Orkustofnunarmönnum, og þar sem ég er allkunnugur innan veggja
stofnunarinnar, þori ég að fullyrða, að þar hefði verið unnt að fiska betur og
afla úrvalsmynda af stöðum, þar sem íslandseldar bera fram rýran hlut.
Ekki er hægt að ljúka þessum kafla án þess að minnast á kort og teikning-
ar. í heild verður að segja, að þar er fagmannlega að verki staðið. Kort Gunn-
ars H. Ingimundarsonar eru hreinleg og skýr, hvergi ofhlaðin, en stundum
e.t.v. einfölduð um of eins og t.d. dyngjukortið af Reykjanesskaga, sem áður
hefur verið minnst á. í íslenskum fræðibókum og tímaritum hafa kort jafnan
verið fremur fátækleg og frumstæð. Það sakar ekki að geta þess hér á þessum
stað, að íslenskir sagnfræðingar hafa allra manna minnsta tilfinningu fyrir
kortagerð og myndrænu, eins og tímaritið Saga hefur borið ljósastan vott
um. í þessu efni bera íslandseldar af flestum öðrum fræðiritum. Skýringa-
nayndir Eggerts Péturssonar eru einnig flestar listavel gerðar. Þar á meðal eru
ágætar þrívíddarmyndir og þversnið sem auðvelda mjög skilning á flóknum
fyrirbrigðum eldfjallafræðinnar. Ég get þó ekki neitað því, að myndin af
hamfaragosinu í Tindfjallajökli minnir mig meira á góðviðrisskýjabólstur en
eyðandi eldský.
Lokaorð
Ég nenni ekki að fara út í frekari sparðatíning og smáatriðastagl. Það er ekki
bægt að skrifa svo bók, að ekki megi endalaust finna eitthvað smálegt til að
nöldra út af. í heild finnst mér þetta hin ágætasta bók. Maður saknar þess
helst, að blaðsíðurnar skuli ekki vera ögn fleiri og letrið ívið smærra svo meiri
h’xti hefði rúmast í henni. Ég gerði nokkrum sinnum þá tilraun með bókina,
að ég lét hana í hendurnar á gestum, sem rákust inn á heimili mitt og bað þá
að hugsa sér einhverja spurningu varðandi eldgos eða eldfjallafræði og