Saga - 1987, Blaðsíða 259
RITFREGNIR
257
hann er, því að þar er verið að fjalla um algjör undirstöðuatriði varðandi
þróun bæjarfélagsins. Vöxtur mannfjöldans er reyndar rakinn í töflu og línu-
riti. I meðfylgjandi texta eru hins vegar meinlegar gloppur. Á bls. 37 segir að
fjölgun í kaupstaðnum hafi orðið „einna mest á áratugnum 1870-80, eða um
90 af hundraði, og á milli 1880-90 fjölgaði ísfirðingum um 62 af hundraði." -
Hið rétta virðist vera að ísfirðingum hafi fjölgað næstmest áratuginn 1900-
1910 eða um 74%. Eðlilegt hefði verið að benda á þetta í kaflanum og leita
rækilega að skýringum á fjölguninni upp úr aldamótum, líkt og gert er að
nokkru marki að því er varðar fjölgunina 1880-90. Síðan hefði einnig átt að
útskýra hvers vegna ísfirðingum fjölgaði mjög lítið 1910-20 og kaupstaður-
inn hætti að vera sá næstfjölmennasti á landinu.
Pá er á ferð misræmi innan aðalkaflans Stéttir (bls. 47-64). Á bls. 47 er talað
um að skipta megi ísfirðingum í fjóra höfuðflokka eftir efnalegri afkomu.
Síðan er þessum aðalkafla þó einungis skipt í þrennt, og einn flokkurinn af
fjórum, þ.e. sjómenn og iðnaðarmenn, gleymist einhvern veginn. Síðasti
undirkaflinn ber að vísu hina almennu yfirskrift Borgarar, og mætti e.t.v.
fella hluta af sjómönnum og iðnaðarmönnum undir þá skilgreiningu, en það
virðist þó ekki vera reynt. Hér hafa líklega átt sér stað einhver mistök.
Ljóst er að orðið „stétt" er notað í annarri merkingu í kaflanum Stéttir en í
undirkaflanum Atvinnuskipting 1867-1920 (bls. 40-45), þar sem talað er um
atvinnustéttir og starfsstéttir. í þessum síðastnefnda undirkafla er á bls. 41,
neðan við kökurit um atvinnuskiptingu, rætt sérstaklega um fjölda sjó-
manna, sagt að þeir hafi aðeins verið um 7 af hundraði íbúanna árið 1890, og
síðan er gagngert leitað skýringa á þessari lágu tölu. Af kökuritinu er hins
Ve8ar greinilegt að sjómennirnir hafa verið 20,5% árið 1890. Hér er því um
verulegt misræmi eða rugling að ræða.
I bókinni eru rakin nokkur æviatriði allmargra einstakra manna, sem komu
við sögu í kaupstaðnum 1867-1920. Ætíð hlýtur að verða umdeilanlegt hverj-
n eigi þannig að fá meira rúm en aðrir. í kaflanum um leiklist og tónlist er
þannig að finna æviatriði nokkurra einstaklinga, en lesandi kann að sakna
þess að ekki er rætt sérstaklega um Jón Laxdal tónskáld, sem talsvert kemur
þó við sögu, m.a. í myndefni. Það kann að vera að meiningin sé að Jón fái
sérstaklega rúm í 3. bindi út á kaupmannsferil sinn. Er hér á ný komið að þvi
atriði, að saga áranna 1867-1920 er aðeins hálfsögð með því bindi sem hér er
hl umræðu, og af þeim sökum er stundunn nokkrum erfiðleikum bundið að
atta sig á gildi bókarinnar og fjalla um hana á hlutlægan hátt.
Ekki fer á milli mála að höfundur hefur lagt geysimikla vinnu í efnisöflun
Vegna 2. bindis af Sögu ísafjarðar. Leitað er til mjög fjölbreyttra heimilda, sem
sjá má af heimildaskrá, og er bæði vísað til prentaðra rita, óprentaðra rit-
heimilda og munniegra heimilda. Um suma efnisþætti bókarinnar hafa áður
Eirst á prenti rit eða ritgerðir, og notfærir Jón Þ. Þór sér það efni auðvitað.
nnsir kaflar eru þó að mestu leyti reistir á frumrannsóknum höfundar, t.d.
aflinn um skólamálin, sem er rækilegur og veitir svör við ýmsum eðlilegum
sPurningum. Líkt má segja um kaflana um kvenfélögin og íþróttir og útilíf
°8 reyndar fleiri efnisþætti bókarinnar.
Líklega er fullmikið gert að því í bókinni að taka orðrétt upp úr heimildum
17