Saga - 1987, Blaðsíða 189
SAMVINNUFÉLAG ÍSFIRÐINGA
187
á rekstri félagsins öll árin, nema 1932. Afkoma bátanna var annars
mjög misjöfn, en yfirleitt var tap á þorskveiðunum. Árið 1932 varð
metafli á síld og varð hagnaður af rekstri félagsins í heild um 30 þús-
und krónur. Samvinnufélagið tók þetta ár á leigu söltunarstöð á
Siglufirði og sá sjálft um söltun síldarinnar. Gaf það góða raun, og
keypti félagið stöðina og starfrækti upp frá því með góðum árangri.
En það voru fæst ár sem árið 1932.1
Mestu tapárin voru 1931 og 1935, tapið yfir 200 þúsund krónur hið
fyrra, en 109 þúsund hið síðara. Þá var einnig tap á rekstrinum árin
1930, 1933 og 1934, frá tveimur þúsundum og upp í fjörutíu og þrjú
þúsund krónur. Árið 1931 var verst. Eftir það voru skuldir félagsins
umfram eignir 167 þúsund krónur, þegar varasjóður hafði verið af-
skrifaður um 35 þúsundir. Orsök hins mikla skells 1931 var gífurlegt
verðfall á saltfiski og lélegt síldarverð, bæði til söltunar og til bræðslu.
Sem dæmi um verðfallið á saltfiskinum fengust 52-53 aurar fyrir kíló-
■ð af stórfiski í upphafi ársins 1929, 38-45 aurar á árinu 1930, en í byrj-
un árs 1931 var verðið 27-29 aurar fyrir kílóið. Ofan á þetta bættist svo
sölutregða. Þannig seldist enginn fiskur frá félaginu frá því í maí og
fram í október 1931. Um áramótin voru óseld 1156 skippund af 6909
skippunda framleiðslu ársins. Og í árslok 1934 var helmingur af 3135
skippunda framleiðslu enn óafskipaður. Það varð síðasta árið sem
félagið sá sjálft um saltfiskverkunina.
Af öllum þessum hörmungum leiddi að félagið gat ekki staðið í
skilum við lánardrottna sína. Var reynt að semja við stærstu skuld-
hafa, sem voru hafnarsjóður bæjarins og ríkissjóður, og fengust frest-
>r og vaxtaeftirgjafir. Þá átti félagið oft erfitt með að standa í skilum
með vinnulaun.2 Eftir árið 1935 var félagið orðið mjög veikt. Það hafði
tapað 66 þúsundum á bátunum, en einnig á síldarsöltuninni og fisk-
sölunni, samtals 109 þúsund krónum, eins og áður sagði. Skuldir
umfram eignir voru þá 284.578 krónur, en ef stofnsjóður og aðrir sjóð-
'r og innlán félagsins voru dregin frá voru skuldir út á við umfram
eignir 118.816 krónur. Er hér var komið sögu, sótti Samvinnufélagið
um lán úr Skuldaskilasjóði vélbátaeigenda. Áður hafði skipulagi
félagsins verið nokkuð breytt. Skal nú vikið að þessu tvennu.
1 Skýrsla um starfsemi S.l. árin 1932, 1933, 1934 og 1935.
2 Kristján Jónsson, 272-273.