Saga - 1987, Blaðsíða 202
200
GRYT ANNE PIEBENGA
huga að stofna karþúsaklaustur á norðurslóðum.1 Vitað er, að Eiríkur
af Pommern vildi gjarna greiða þessari klausturreglu götu í ríki sitt,2
og einnig, að árið 1412 fékk klaustur nokkurt í Rugenwald í Pommern
formlega aðild að reglunni. Pað er því engin fjarstæða að álykta, að
Gozewijn hafi verið viðstaddur hátíðahöldin sem tilsjármaður, og
hann hafi haldið þaðan í heimsókn til föður síns. Hann gæti hafa hitt
Eirík konung hvort heldur við vísitasíuna eða hjá föður sínum.
/ La Grande Chartreuse, 1415 - um það bil 1435
Árið 1415 varð Gozewijn óbreyttur munkur aftur, í þetta sinn í
móðurklaustri karþúsareglunnar í Suðaustur-Frakklandi. En ekki leið
á löngu þar til hann var valinn prókúrator, eins konar ritari yfirpríors-
ins, og af því má líklega draga þá ályktun, að hann hafi haft stjórn-
unarhæfileika til að bera. Þessari stöðu fylgdu mikil ferðalög, umsjá
víðáttumikilla landareigna, sem tilheyrðu klaustrinu mikla við Gren-
oble, og undirbúningur allsherjarþinga klaustranna, þar sem príorar
um tvöhundruð klaustra hittust árlega.
Gozewijn fór til Zelem árið 1422 til að ráðstafa arfi eftir föður sinn.
Hann skipti erfðagóssinu og arðinum af því milli La Grande Chartr-
euse og klaustursins í Zelem. Árið 1428, eða skömmu síðar, lagði
hann aftur land undir fót. Annálsritari karþúsareglunnar skrifar, að
Gozewijn hafi ásamt fleirum verið sendur til Danmerkur til að taka
nýtt klaustur inn í regluna, og þar hafi hann svo verið kjörinn
biskup.3
Petta síðara, að Gozewijn hafi verið kjörinn biskup í Danmörku,
getur ekki verið rétt. Gozewijn fór að vísu til Danmerkur. Pað var í
annað skiptið, sem hann kom þar, en tilraun til að stofna nýtt klaust-
ur mistókst. Hann sneri þess vegna aftur til La Grande Chartreuse.
Líklegt er þó, að hann hafi haft samband við Eirík konung, meðan
hann dvaldist í Danmörku. í fyrsta lagi vegna þess, að konungi var
það áhugamál að karþúsaklaustur yrði stofnað í ríki sínu og í öðru
lagi vegna þess að konungurinn hafði verið góður vinur föður hans.
1 Sjá Archief voor de geschiedenis van hel aartsbisdom Utrecht 52 (1926), s. 136 og áfram.
2 Sjá Le Couteulx, ibid., s. 23-24.
3 Sjá Le Couteulx, ibid., s. 23.