Saga - 1987, Blaðsíða 61
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDI
59
ári hverju í einstökum prófastsdæmum, ásamt tilskildum upplýsing-
um um lestrar- og kristindómskunnáttu þeirra.1 Pó að gert væri ráð
fyrir því, skv. erindisbréfi handa biskupum og konungsbréfi um
ferminguna frá 1744, að haldin væri sérstök bók yfir fermingarbörn
(sbr. framar s. 50), var hitt fullt eins algengt í reynd að nöfn þeirra,
ásamt tilheyrandi upplýsingum, væru færð í prestsþjónustubók.2
Auk fjölda skírðra, greftraðra og saman vígðra í prestakallinu gat
sóknarpresturinn unnið upp úr þessari bók þær upplýsingar sem
honum var gert að standa prófasti skil á (frá prófasti skyldu þær síðan
ganga til biskups). Pannig var presti í sjálfu sér engin nauðsyn á að
færa sérstaka skrá yfir ungdóminn enda virðist slíkt ekki hafa gerst í
stiftinu, eins og áður segir, nema í tiltölulega fáum tilvikum.3 Frá
upphafi var aftur á móti lögð rík áhersla á að hver sóknarprestur færði
almennt sóknarmannatal. Um þetta bera vísitasíuskýrslur Skálholts-
biskupa órækt vitni.
Ólafur Gíslason biskup sendi kirkjustjórnarráðinu fyrstu skýrslu
sína 1749, að aflokinni yfirreið um Austurland sumarið áður. í inn-
gangi farast honum svo orð um sálnaregistur:
Det ordentlige Sjæle-Register har Jeg fordret af hver Præst paa
Denne Visitatz, hvor det var at bekomme, og efter dets Anviisn-
ing giort Inquisition om Enhver især af de unge, deres gemyte,
alder, Opfórsel, Læsning, saavel i Bogen som udenad...4
Ólafur biskup dró ekki af sér í yfirreiðum: hann fór um Vestur-
Skaftafellssýslu, Vestfirði og Strandir sumarið 1749, um Suðurland
arið eftir og um Kjalarnes, Borgarfjörð, Mýrar og Snæfellsnes sumarið
1751. í lok skýrslu sinnar af yfirreiðinni um Suðurland kveðst hann
1 Sjá Loftur Guttormsson: „Læsefærdighed og folkeuddannelse ...", 162. - Framan af
voru þessar skýrslur harla ófullkomnar og gloppóttar vegna þess hvé treglega gekk
að innheimta frumupplýsingar frá sóknarprestum, sjá t.d. Kirknasafn IX. Þverárþing
syðra. G. 3. Kópíubók 1737-1800: Bréf Ólafs Gíslasonar biskups til Finns Jónssonar
prófasts, 24/11 1748.
7 Sjá aftanmálsgr. 8.
3 Trúlega má rekja hin örfáu sálnaregistur yfir ungdóminn, sem varðveitt eru úr Skál-
holtsstifti (sbr. og aftanmálsgr. 3), til þeirrar tvíræðni sem lagafyrirmælin fólu í sér,
sem og til þeirrar fyrirmyndar sem Ludvig Harboe hafði haldið á loft áður en laga-
fyrirmælin voru gefin, sbr. að framan nmgr. 34.
4 Þjskjs. KI-7 (1749): Vísitasíuskýrsla Ólafs Gíslasonar yfir árið 1748 til GKIC, 10/4. -
Hvemig prestar ástunduðu húsvitjanir greinir biskup frá í bréfi til ráðsins þetta
sama ár, 12/4.