Saga - 1987, Blaðsíða 204
202
GRYT ANNE PIEBENGA
kemur í ljós, að enn hefur verið þörf á slíkum sendingum frá Eng-
landi.1
Árið þar á milli, það er 1439, hélt Gozewijn prestastefnu fyrir allt
landið. Biskupslaust var þá á Hólum, og þess vegna bar hann einnig
ábyrgð á Hólabiskupsdæmi. Á prestastefnunni var ákveðið, að reglu-
gerðir fyrri biskupa skyldu standa. Þær fjölluðu aðallega um siðferði
og skyldur prestanna. Auk þess voru sett ný ákvæði. Eitt þeirra var,
að sóknarprestar mættu hvergi kaupa vín og mjöl nema í Skálholti.
Með þessu ákvæði vildi Gozewijn koma í veg fyrir, að sviknar vörur
væru notaðar við guðsþjónustur.
En Gozewijn lét sér ekki nægja að kalla klerka til fundar við sig,
hann ferðaðist einnig um landið. Meðan hann dvaldist á íslandi fór
hann víða um biskupsdæmið. Deilur um kirkjujarðir voru leiddar til
lykta, og hann heimsótti klaustur, sem ekki heyrðu beint undir páfa.
í lok árs 1445 fór Skálholtsbiskup aftur til Englands, en hann hafði
þá verið á íslandi í um níu ár. Óvíst er, hvort hann hafði hugsað sér
að snúa þangað aftur. Fram kemur í skjali, dagsettu 4. desember
1445, að Hinrik VI Englandskonungur hafði gefið honum leyfi til að
yfirgefa ríki sitt í eitt ár og koma aftur eins oft og hann óskaði.2 En
Gozewijn fór til meginlandsins og kom ekki aftur. Um leið og hann
var kominn yfir Norðursjó fór hann rakleitt til klaustursins í Zelem,
þar sem hann hafði verið áður, og þaðan fór hann til Deventer. Þar
heimsótti hann mörg klaustur. Hann skildi eftir aflátsbréf í nokkrum
þeirra.
Þegar hér var komið, hafði hann fengið lausn frá embætti Skál-
holtsbiskups. Frá Deventer fór hann í síðasta ferðalag sitt, til La
Grande Chartreuse. Þar dvaldist hann síðustu mánuði ævi sinnar.
Hann dó 20. júlí 1447.
Lokaorð
Vitneskjan um Gozewijn kemur úr ýmsum heimildum. Hvað varðar
íslandsdvöl hans verður að vinna úr gögnum ríkis- og kirkjuskjala-
1 Sjá Rijmer-Holmes, Foedra, conventiones, literae et cujuscunnjue generis Acta publica int-
er Reges Angliae el alios quosvis imperatores, reges, pontifices, vel communicates (Hagae
comitis, 1741) V,I, s. 36,45,75.
2 Sjá Rijmer-Holmes, ibid., V,I, s. 151.