Saga - 1987, Blaðsíða 249
RITFREGNIR
247
betri sjálfsímynd og meiri sjálfsvirðingu og því engin furða, að drjúgur hluti
nýlegra rita um kvennasögu vestan hafs og austan sé af þessum toga. Kven-
höfundar, sem oft eru talsmenn kvenréttinda, hafa viljað leita uppruna fem-
ínismans og skýra frá upphafsárum kvenréttindahreyfingarinnar til þess að
geta dregið lærdóm af fortíðinni, og margir karlhöfundar, sem áhuga hafa á
fortíð kvenna, hafa litið dagsins ljós víða um heim á undanförnum árum.
Baekur Bjargar hafa þá sérstöðu, að hér er um útvarpserindi að ræða og bera
þess merki, einkum hvað varðar svipaða lengd þáttanna.
II
I öðru bindi safnritsins eru 17 þættir þar sem fjallað er um 24 konur. Um 800
mannanöfn eru þar á nafnaskrá og yfir 200 myndir prýða ritið. Björgu hefur
tekist að viða að sér myndum, sem óvíða er að finna í bókum, og hefur auk
þess látið taka myndir af gögnum, sem fengin voru á Þjóðminjasafni og
Landsbókasafni. Elsta konan, Þóra Gunnarsdóttir, fæddist 1812 og sú
yngsta, Jóhanna Magnúsdóttir, 1896, þannig að yfir átta áratugir skilja þær
að. Flestar eru fæddar um og eftir miðja 19. öld, og sú sem lifði lengst, áður-
nefnd Jóhanna, lést 1981. Þær hafa því lifað mikið breytingaskeið í íslensku
þjóðfélagi. Þær fæddust áður en konur höfðu fengið kosningarétt og kjör-
gengi, áður en þær fengu rétt til setu i æðri skólum og áður en giftar konur
fengu að ráða yfir eignum sínum eða tekjum. Þær voru margar í miðri rás
viðburðanna og lögðu þung lóð á vogarskálarnar við öflun réttinda konum til
handa. Þarna eru á ferðinni þekktar konur, sem nokkuð hefur verið fjallað
um, en þarna er líka að finna konur, sem fallið hafa í djúp gleymskunnar en
sannarlega er vert að draga fram í dagsljósið. Þarna eru bændadætur og
embættismannadætur svo til jafnmargar, aðrar eru dætur ritstjóra og
kaupmanna. Þær menntuðust eftir þeirra tíma siðum, sumar á kvennaskól-
um, aðrar heima og tvær í háskólum og fjórar urðu ritstjórar og útgefendur.
Allar nema þrjár giftust. Eiginmenn voru embættismenn, skólastjórar og rit-
stjórar. Þekktastar eru m.a. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fyrstu fulltrúar kvenna á
alþingi, þær Ingibjörg H. Bjarnason og Guðrún Lárusdóttir, og fræðakonan
Ingunn Jónsdóttir. Þá munu margir þekkja Ástu málara, sem fyrst kvenna
lauk meistaraprófi í iðngrein og Sigríði í Brattholti, sem átti hugsjónir fyrir
land og þjóð og lagði allt að veði til að bjarga Gullfossi frá því að verða eign
útlendinga.
Það er óvíst að margir þekki Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem fetaði í fótspor
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og flutti opinberan fyrirlestur um bindindismál og
sparnað í Ólafsvík í febrúar 1891 og hvatti til stofnunar sparisjóðs þar. Ári
síðar stofnuðu Ólafsvíkingar sparisjóð sinn, sem enn starfar. Ekki er hægt að
segja annað en hún afsanni þá útbreiddu skoðun, að konur beri ekki skyn-
bragð á efnahagsmál. Hún taldi, að framfaraleysi stafaði einkum af ofnotkun
áfengis, en hafa ber í huga, að þegar hér var komið sögu réðu giftar konur
hvorki yfir eignum sínum né tekjum og bóndi gat því farið með eignir búsins
að vild.
Ég nefndi hér að framan, að tvær af konum Bjargar væru fyrstu fulltrúar