SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Page 16

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Page 16
16 16. maí 2010 Þ að minnti á gamla tíð þegar níu gamlir en tignarlegir eikarbátar lögðu úr höfn á Dalvík í bítið síðastliðinn miðvikudags- morgun. Jafnmargir slíkir ku ekki hafa siglt saman, a.m.k. ekki á þessum slóð- um, frá aldamótum. Stálskip og plast- bátur komu í kjölfarið, stefnan var tekin á Hrólfssker sem er sjö kílómetrum norðan við Hrísey, til móts við Ólafs- fjörð og þar renndu keppendur fyrir fisk í fyrsta skipti þann daginn. Þorsk, ýsu og karfa höfðu menn upp úr krafsinu þar, eftir að kapteinninn hrópaði stangir upp úr brúnni var siglt nær eynni og rennt fyrir flatfisk og þannig koll af kolli. Daginn áður hafði verið skítakuldi, svo ekki sé talað undir rós, gráðurnar ofan við núllið voru teljandi á fingrum annarrar handar þegar haldið var af stað þennan morg- uninn en heldur betur rættist úr og sólin sleikti vanga bátsverja í logninu allt þar til komið var í land á ný um tvö- leytið. Blaðamaður Morgunblaðsins var sem fluga á vegg um borð í Húna II, en þar var á annan tug veiðimanna frá sjö löndum. Þessi fjöl- þjóðlegi hópur var greinilega himinlif- andi með daginn; þótt fiskurinn hefði almennt mátt vera stærri fengust nokkrir mjög vænir og veiðimennirnir komu allir komu í land með bros á vör. Það er Íslandsdeild EFSA, Samtaka evrópskra sjóstangveiðimanna, sem hélt mótið að þessu sinni en um er að ræða stærsta árlega viðburð EFSA. Þátttak- endur voru frá Belgíu, Danmörku, Eng- landi, Gíbraltar, Írlandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Rússlandi, Skotlandi, Sviss og Þýskalandi. Um er að ræða stærsta árlegan viðburð EFSA. Tvisvar áður hefur EM verið á Íslandi, 1974 frá Akureyri og 1968 frá Keflavík. Horft út yfir borðstokkinn; keppendur biðu spenntir en þó yfirvegaðir eftir því að biti á. Allan Riboe frá Danmörku var hrifinn af kjöt- súpunni sem í boði var um hádegisbil. Patrick Burns frá Írlandi hefur lengi stundað íþróttina og víða farið með sjóstöngina sína. Jakob Kárason, einn skipverjanna á Húna II, býður Roberto Melandri frá Ítalíu upp á ávexti. Múkkinn var ekki lengi að nýta sér það þegar bita af afgangsbeitu var fleygt í sjóinn. Allt vill lagið hafa Bak við tjöldin Fjölmennt Evrópumót í sjóstangaveiði var í Eyjafirði í vikunni. Gert var út frá Dalvík og alls mætti 141 keppandi frá 13 löndum til leiks. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sitt lítið af hverju var í aflanum. Mary Gavin Hughes frá Írlandi fékk 2 fyrir 1. Scott Gibson frá Skotlandi sem var hlutskarpastur um borð í Húna II þennan dag.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.