Saga - 2003, Blaðsíða 61
,VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI"
59
er bók Sigurðar Nordals, Snorri Sturluson, frá 1920. Fá fræðirit hafa
verið ástsælli með þjóðinni en þessi hrífandi lýsing hálfguðsins í
fræðunum, „átorítets" „íslenska skólans". í henni finnst þessi álykt-
un um auðsöfnun Snorra: ,,[F]éð var meginvopn í þeirri baráttu til
valda og metorða, sem var sífellt áhugamál hans."12 Þessi orð voru
rituð fyrir rúmum áttatíu árum og geyma kjamann í kenningum
fræðimanna bæði þá og síðar um tengsl auðs og valda. Nú skal
litið nánar á þetta.
Hverjum höfðingja var nauðsynlegt nægilegt rekstrarfé til að
reka höfðingdóm og gegna forystuhlutverki sínu, ef svo má að
orði komast. Færsla valdabaráttunnar frá stigi goða til stórgoða
hafði í för með sér átök stærri herja en áður og sveinalið komu til
sögunnar, eins konar lífvörður eða öryggissveit hvers goða. Allt
þetta og meira til þurfti að fjármagna með einum eða öðrum hætti.
Jón Viðar Sigurðsson talar um fjórar mikilvægustu tekjuupp-
sprettur goða: þingfararkaup og aðrar tengdar greiðslur, máls-
þóknun, tekjur af búum í eigu viðkomandi goða og tekjur af
kirkjulegum stofnunum. Vægi einstakra þátta er umdeilt. Þannig
telur Jesse L. Byock að málsþóknun hafi skipt verulegu máli en
Jón Viðar hafnar því.13 Hvernig sem því var farið sýnist mega
huga að einni tekjulindinni til viðbótar, fjárframlögum bænda.
Helgi Þorláksson hefur bent á rök sem hníga til þess að framlög
bænda til goða sinna hafi tíðkast á Sturlungaöld. Hafi svo verið
voru þau auðvitað mikilvægasta tekjulindin. Helgi bendir rétti-
lega á, og rökstyður með dæmum, að innheimta slíkra fjárfram-
laga hljóti að hafa verið bundin við vinsældir og virðingu viðkom-
andi goða; vinsælir og virtir goðar hafi notið fjárstuðnings þing-
naanna sinna en óvinsælum goðum hafi gengið tregar að fá slíkan
stuðning. Framlög bænda gátu vafalaust verið með ýmsu móti.
Dæmi eru um fasta tolla, t.d. osttolla og sauðatolla. Helgi færir rök
að því að Snorra hafi hugsanlega auðnast að koma á sauðatolli í
Borgarfirði, mikilvægri tekjuuppsprettu. Hann segir: „Aðalatriði
fyrir goða virðist hafa verið að fá bændur til að fallast á framlög
12 Sigurður Nordal, Snorri Sturluson, bls. 50.
13 Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and Power in the Icelandic Commonwealth,
bls. 101-104. - Jesse L. Byock, Medieval lceland, sjá tilvísanir til „advocacy"
í atriðis- og nafnaskrá bls. 249. - Einnig: Jesse L. Byock, Viking Age Iceland,
bls. 66-67, 187, 284-285 og víðar.