Saga - 2003, Blaðsíða 127
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
125
eykur það ekki líkurnar á að Oddur sé höfundur Qualiscunque.
Gísli, sonur Odds, er þögull um heimildir sínar í De mirabilibus
Islandiae frá 1638 en segir á einum stað, framarlega, að hann styðj-
ist við ,uppkast um fósturjörðina' (autoskhedíasma de patria) og
virðist eigna það föður sínum.153 Burg leiðir hins vegar að því rök
að tilvísun á sama stað eigi líklega fremur við umskrift Odds en
eldri gerð Quahscunque og að sama geti átt við um fleira í verki
Gísla.154 Sumt virðist samt sótt í Qualiscunque ef rétt er að Oddur
hafi aðeins hreinskrifað fyrsta hlutann.155
Sigurður Stefánsson var vísast í Hafnarháskóla 1593. Þá um vor-
ið kom út Brevis commentarius de Islandia; þar aftan við er prentað
latínukvæði eftir Sigurð: ,Epigramm til Amgríms Jónssonar, hins
mætasta samlanda.'156 Það er því trúlegt að þeir Sigurður hafi
þekkst.157 í Brevis commentarius tekur Arngrímur fram bemm orð-
um að hann ætli eingöngu að svara óhróðri og dylgjum erlendra
höfunda um ísland, ekki að lýsa því að öðru leyti.158 Ef til vill
ætlaði hann Sigurði það. I Crymogæu gæti þá verið vísað til hrein-
skriftar Odds, þegar Sigurður var allur.
Þess em dæmi á síðari öldum að menn hafi umskrifað óbirt verk
eftir aðra minna þekkta menn, ekki síst látna, og jafnvel reynt að
eigna sér þau í leiðinni. Gottskálk Þór Jensson hefur til að mynda
leitt að því rök að Jón Þorkelsson (1697-1759), síðar skólameistari
153 Mín þýðing, E.S. - Sbr.: Gísli Oddsson, „Annalium in Islandia farrago and
De mirabilibus Islandiae", bls. 32. - Til hliðsjónar má vísa á íslenska þýð-
ingu Jónasar Rafnars: Gísli Oddsson, íslenzk annálabrot [Annalium in
Islandia farrago] og Undur Islands [De mirabilibus lslandiæ], bls. 55-56.
154 Burg, „Einleitung", bls. xiv-xix.
155 Sjá: Jakob Benediktsson, „Om kilderne til Resens Islandsbeskrivelse", bls.
172-173.
156 Mín þýðing, E.S. - Latneski textinn hljóðar svo: „EPIGRAMMA | AD
ARNGRIMVMIONAM \ conterraneum fuavijlimum".
157 Þegar Amgrímur var við nám f Kaupmannahöfn fékk hann klaustur, sem
kallað var (á latínu communitas regia), og hafði þar viðurværi við sjötta
borð. Einn af ellefu mötunautum hans var Oddur Stefánsson (um
1569-1641), síðar rektor í Skálholti og prestur í Gaulverjabæ. Skólameistarar
I, bls. 80, nmgr. 2. - Páll Eggert Ólason, Menn og menntir IV, bls. 87-88 og
642. - Sami, Saga íslendinga V, bls. 219-220. - Með það í huga verður enn
trúlegra að Arngrímur hafi kynnst bróður Odds, Sigurði.
158 Arngrímur Jónsson, Brevis commentarivs de Islandia, bl. 3v. - Sami, Stutt
greinargerð um ísland, bls. 19-20.