Saga - 2003, Page 229
RITDÓMAR
227
visindamanna sem leiddu til útskýringa á tilurð og meinmyndun
sjúkdómsins, og lögum og reglugerðum sem yfirvöld ríkja settu til þess að
hefta útbreiðslu hans. Síðan beinir höfundur sjónum sínum að þróun
þessara mála á íslandi í samhengi við þróun annars staðar og gerður er
samanburður á árangri Islendinga og arinarra þjóða í baráttunni við
holdsveikina, einkum Norðmanna sem áttu víðfræga vísindamenn á sviði
holdsveikirannsókna. Samanburður þessi sýnir að betri árangur náðist
hér á landi þrátt fyrir að íslendingar hafi orðið mun seinni en Norðmenn
hl að hefja sína baráttu. Mikill fengur er að þessu fræðiriti en það er fýrsta
heildstæða ritið um holdsveiki á íslandi og hérlendar rannsóknir í þágu
holdsveikra. Fræðilega grípur ritið á flestu sem við kemur gnjinnrannsókn
a viðfangsefninu eins og ítarlegur heimildalisti sýnir. Undirrituð saknar
þó einnar heimildar sem gagnlegt hefði verið að taka með frá sjónarhóli
þolenda, ef svo mætti að orði komast, en það er sjálfsævisaga Sæmundar
Stefánssonar: Ævisaga og draumar sem gefin var út í Reykjavík árið 1929 og
greinir frá átakanlegum æviferli Sæmundar en hann var greindur
holdsveikur og sendur á Laugarnesspítala árið 1901, þá 42 ára gamall.
Eins og getið er um hér að ofan voru Norðmenn forvígismenn á sviði
holdsveikirannsólcna og er fjallað um framlag þeirra í fyrsta kafla
hókarinnar. Á þessum tíma þekktist holdsveildn vart í Danmörku eða
annars staðar á Norðurlöndunum, utan Noregs og Islands. I Noregi höfðu
riienn gert sér grein fyrir því að holdsveikin var smitsjúkdómur en
riorskur læknir og vísindamaður, Gerhard H.A. Hansen, uppgötvaði
holdsveikibakteríuna árið 1873. Höfundur greinir frá hinum ýmsu kenn-
'rigum og rannsóknum víða um lönd á útbreiðslu veikinnar í aldanna rás
°g meðhöndlun sjúkdómsins á seinni hluta 18. aldar. Minnst er á setningu
laga til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og innihald þeirra, sem fólst
riieðal annars í einangrun sýktra á holdsveikraspítölum.
Samkvæmt heimildum er talið að holdsveikin hafi borist frá Indlandi til
^esturlanda með herleiðangri Alexanders mikla árið 327-326 f.Kr.
Eakin er saga holdsveikraspítala í Evrópu allt frá 460 til 1400 en þá var
holdsveikin þegar í rénun suður í Evrópu en hvarf þó aldrei alveg. Greint
er frá smitleiðum og holdsveikieinkennum lýst sem líkþrá eða
hmafallssýki. Einnig er meðferð holdsveikisjúldinga lýst frá miðöldum til
°kkar daga en fyrsta sýklalyfið gegn veikinni var uppgötvað árið 1943.
Síðan tekur höfundur til umfjöllunar í þriðja kafla fyrstu
holdsveikraspítala á fslandi og hvenær talið er að veikin hafi borist til
landsins. Greint er frá árangurslausum tilraunum landsmanna, allt frá
1555, til þess að fá konungssamþykkt fyrir stofnun spítala hér. Það er svo
ekki fyrr en um 1650 að konungur gefur fjórar af jörðum sínum á íslandi,
eina í hverjum landsfjórðungi, til spítalastofnunar fyrir fátæka holdsveiki-
sjuklinga. Sjúldingar á konungsjarðaspítölunum fjórum munu hafa verið
^O árið 1703 og 18 talsins hundrað árum seinna. Engar öruggar heimildir