Saga - 2003, Blaðsíða 143
SAGNIR OG FRÆÐIHANDA FERÐALÖNGUM
141
upp neitt þras um hverjir hefðu verið víkingar og hverjir ekki.
Nei, málstaðurinn varð að vera sá að „víkingar á Bretlandseyjum"
hefðu ekki nema að litlu leyti verið ræningjar og ofbeldismenn,
heldur aðallega bændur, kaupmenn, handverksmenn og annað
slíkt. Víkingasafnið mikla í Jórvík er áhrifamesti vitnisburðurinn
um þessa sögutúlkun. I eyrum Islendings, sem lætur móðurmálið
ráða skilningi sínum, getur hljómað annarlega að rökræða hvort
//Víkingarnir" hafi fremur verið víkingar eða eitthvað allt annað.
En þegar talað er á ensku við fólk af þeirri tungu, þá er erfitt að
hera á móti því að frumbyggjar Islands hafi einmitt verið
//Vikings".
Setjum sem svo að við reynum samt að fella enska hugtakið
//Viking" undir ámóta þagnarbindindi og Islendingar eru vanir að
gæta um „pony" og „peasant" þegar þeir tala um eigið land og
sögu. En með því væri nýr vandi upp vakinn. Það er gott og
blessað að segja „horse" og „farmer", sem hvort tveggja gefur í
skyn eitthvað meira og merkilegra en orðin sem við sniðgöngum.
En ef íslendingar voru ekki „Vikings" að uppruna, hvað voru þeir
þá - á ensku? Óhjákvæmilega „Norse", en það er líka hugtak sem
margir vilja nú forðast af því að það þykir gefa of sterklega í skyn
tengsl við Noreg. Sá málstaður er reyndar hæpinn, því að óneitan-
lega er heppilegt að geta talað með einu orði um tungumál Noregs
°g Atlantshafseyjanna meðan það var eitt og hið sama, og að hafa
handhægt yfirheiti um þjóðerni fólks af þeirri tungu, fremur en
þurfa í sífellu að taka afstöðu til þess hve langt fram yfir land-
nám eigi að kalla íslendinga norska, Grænlendinga (eins og Leif
heppna) íslenska o.s.frv.
Þannig getur orðaval á erlendum málum verið úrlausnarefni
af fyrir sig, og varla á okkar færi, Islendinga, að ráða þar fram
ur nema með leiðsögn þeirra sem aldir eru upp við hvert
tungumál.8
8 Sú var tíð að íslendingar þóttust þess umkomnir að kenna Dönum hvort
væri betri danska að segja „pá Island" eða „i Island", og bar sú kennsla
verulegan árangur. Við skulum ekki vænta þess að geta með sama hætti
kennt hinum enskumælandi heimi hvað eigi að felast í orðum eins og
,,pony" eða „Viking". Enda er varla kurteisi að hafa þannig vit fyrir öðrum
þjóðum um þeirra eigið tungumál.