Saga - 2003, Blaðsíða 70
68
VIÐAR PÁLSSON
auðmagn tengt virðuleika þeirra stofnana sem veita menntunina,
ef um slíkt er að ræða. Félagslegt auðmagn vísar til hæfileika
manna til að mynda sambönd, viðhalda þeim og nýta þau sem
auðmagn, hvort sem um er að ræða vinasambönd, ættartengsl,
viðskiptasambönd, bandalög eða „netkerfi" slíkra sambanda.
Gengi hverrar auðmagnstegundar breytist eftir því hvernig
þátttakendur færast um sviðið, hvar í samfélaginu þeir athafna sig
hverju sinni. Öll leikum við fjöldamörg hlutverk í lífinu, jafnvel
ólík hlutverk samtímis. Breytileiki einstaklingsformgerðanna
kemur því meðal annars fram í því að hver einstaklingur er ekki
bundinn einni formgerandi formgerð. Til þess að ná betur utan
um þessa misjöfnu en sífelldu gagnvirkni samfélags og einstak-
lings smíðaði Bourdieu tvö hugtök sem eru lykilhugtök í bour-
dieuískri félagsfræði, svið (e. field) og habitus. Svið vísar til þess á
hvaða vettvangi hins félagslega rýmis einstakhngurinn athafnar
sig hverju sinni en habitus vísar til hinnar formgerandi formgerð-
ar á viðkomandi sviði.37 Hér er sjónum beint að baráttu Snorra á
höfðingjasviðinu og gengi hverrar auðmagnstegundar á því.
Greinin hófst á umfjöllun um efnahagslegt auðmagn Snorra og
verðmæti þess í valdabaráttunni. Nú skal vikið að öðru auð-
magni. Bæði er horft til þess sem jók virðingu Snorra og dró úr
henni.
Táknrænt auðmagn
Sé horft til tólftu og þrettándu aldar má helst sjá táknrænt auð-
magn í ætterni, því að til þess fæðast menn en vinna ekki.
Faðir Snorra, Hvamm-Sturla, þótti vænlegur til höfðingja sakir
ætternis, og stuðningur Sturlunga og Oddaverja skipti sköpum
fyrir Snorra þegar hann hófst til valda. Snorri var ættstór í báða
leggi, faðir hans var kominn af Snorra goða, Guðmundi ríka og
Síðu-Halli, og móðir hans af Markúsi Skeggjasyni lögsögu-
37 Fræðimenn deila um nákvæma skilgreiningu hugtaksins habitus. Það er
persónubundið í eðli sínu en lýsir kannski fyrst og fremst þeirri hug-
mjmdafræði sem þátttakendur verða að aðlaga sig hverju sinni. Um kenn-
ingar Bourdieus sjá t.d. Pierre Bourdieu, „Social Space and Symbolic
Power", bls. 122-139. - Pierre Bourdieu, Language & Symbolic Power. -
Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice. - David Swartz, Culture &
Power, bls. 65-142, 287-293.