Saga - 2003, Blaðsíða 222
220
RITDÓMAR
almenningi þá hefði að ósekju mátt skýra betur markmiðið með verkinu,
rannsóknaraðferðimar og helstu spumingar sem leitast er við að svara.
Af formálsorðunum (bls. 7) virðist þó mega ráða að ætlunin sé að skýra
tvennt: 1) hvemig uppeldi og samfélag mótuðu „einn af hinum nafnlausa
fjölda", og þar með einn af hinum fátækustu og aumustu þegnum
landsins sem litlar persónulegar heimildir em varðveittar um, 2) hvemig
þessum lægstu stéttum íslendinga vegnaði í lífsbaráttunni, í gamla land-
inu og því nýja. í hvomgu tilfellinu fær lesandinn þó fullnægjandi svör. I
stað þess að nálgast viðfangsefnið t.d. með hugmyndafræði einsögunnar,
fara m.ö.o. í eins konar djúpköfun í líf tiltekinna einstaídinga og afmark-
aðra samfélaga til þess að varpa nýju ljósi á hið stærra þjóðfélagslega sam-
hengi, þá er hér farin þveröfug leið. Saga einstaklingsins er metin frá sjón-
arhomi sem höfundar alþýðlegra yfirlitsrita hafa mótað. Höfundur leyflr
sér einfaldlega ekki að lesa og túlka heimildir sínar með neinum þeim
hætti sem stuðlað gæti að annarri sýn en þeirri sem ríkjandi söguskoðun
leyfir. Gallinn er að þessi söguskoðun, mælikvarðinn sem lagður er til
grundvallar, er bjagaður af fordómum, þjóðemisgoðsögnum og óvísinda-
legum vinnubrögðum.
Gott dæmi viðtekinnar söguskoðunar birtist í formálanum þegar
Sumarliða er sjálfkrafa skipað í flokk hins „nafnlausa fjölda" vesturfara-
Með því tekur sagan þegar í upphafi rangan kúrs. Sumarliði tilheyrir ekki
þessum hópi, hvorki á Islandi né í Vesturheimi. Hann var einn þeirra
manna sem lét til sín taka svo eftir var tekið og um var ritað. Hann var i
hærri þjóðfélagsstöðu, betur menntaður, efnaðri og veraldarvanari en
hinn „nafnlausi fjöldi". Það er reyndar ástæða til að forðast að alhæfa
þannig um íslenska vesturfara að þeir séu nafnlaus fjöldi. Þeir eru bæði
nafnkenndari og margbreytilegri hópur, hvað varðar stöðu, efnahag,
menntun og brottflutningsár, en almennt er ætlað. Nýrri fræðirannsóknn
á út- og innflytjendum sýna að því fer fjarri að útflytjendur séu að jafnaði
fátækasti hluti viðkomandi þjóðar.
Þeirri frásagnartækni er gjarna beitt í bókinni að láta almannaróminn
„dæma", eða m.ö.o. túlka hina viðteknu söguskoðun. Itrekuð hjúskapat'
brot föður Sumarhða em afgreidd með eftirfarandi orðum (bls. 12):
þótti ljóður á ráði ungra stúlkna að eiga bam í lausaleik en út yfir tók ef
það var með giftum manni - þá var stúlkan hin seka en kvenhylli talin
karlmönnum til tekna." Þetta sjónarmið endurspeglar fyrst og fremst 20-
aldar femínisma. Ráðahagur Sumarliða gullsmiðs, forframaðs í Dan”
mörku, og Mörtu Erlendsdóttur í Vigur fær eftirfarandi útleggingu (bls-
48): „Honum - lausaleiksbaminu - hafði tekist að fastna sér besta
kvenkostinn við Djúpið." Sumarliði var engan veginn einn um að hafa
kvænst „upp fyrir sig" við ísafjarðardjúp. Jón Halldórsson, „einn mesú
bændaskömngurinn við Djúpið" (bls. 54), var t.d. smah og vinnurnaðm
áður en hann fékk heimasætunnar á Laugabóli. Samband Sumarliða og