Saga - 2003, Blaðsíða 81
„VAR ENGIHÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI"
79
og veislum.76 Tiltæki Snorra að halda jólaveislu að norskum sið er
greinilega angi af þessu. Sjálfur hefur hann setið marga virðulega
konungsveisluna í Noregsförum sínum og yrkir um það í Hátta-
tali. Snorri dáist að fjölmörgu í fari konungs sem skáldið telur hon-
um til prýði og virðingarauka og nefnir ölgjafir hans margoft (er.
25-26, 86-87, 91).77 Ö1 og vín losa um málbein manna (er. 26), í
fögrum veisluhíbýlum á Hlöðum kætir ölið hirðmenn konungs
(er. 86), gullkerin leika um munna hirðmanna þegar konungur
drekkur þeim til samlætis (er. 87) og enn veitir konungur fagurt
vín úr silfurkerum eða hornum ásamt gjöfum. ,,[E]igi hittir æðra
uiann,/ jarla bestr, en skjöldung þann", segir Snorri (er. 91). Snorri
hefur eflaust fylgst grannt með því hvernig veislurnar í Noregi
fóru fram og nýtt sér þá þekkingu heima á íslandi. Slík þekking
var menningarlegt auðmagn. Annars hefur hann líka getað lært
ookkuð af frændum konungs hér heima því að eftir því sem segir
í Sturlungu ,,[h]efir þat lengi kynríkt verit með Haukdælum ok
Oddaverjum, at þeir hafa inar beztu veizlur haldit."78
Snorri leggur mikið upp úr örlæti í Háttatali, og kann að koma
þeim spánskt fyrir sjónir sem staðfastlega trúa því að hann hafi
verið hinn mesti nirfill. Þótt Snorri hafi verið fastheldinn á fé eru
rök til þess að halda að svo hafi ekki verið í öllum tilvikum. Sam-
félagið hafði ákveðnar hugmyndir um höfðingja og hvernig þeir
*ttu að hegða sér. Einhverjir höfðingjar hafa verið nískir og séð
eftir öllu fé sem þeir eyddu. Hins vegar var höfðingjahabitusinn
oaótaður af kröfum samfélagsins og menn urðu að gæta sín ef þeir
vildu teljast höfðingjar. Til þess var ætlast af höfðingjum að þeir
Verðu fjármunum til tiltekinna hluta, t.d. veislna. Snorri sparaði
líklega ekkert þegar hann hélt veislurnar, annars hefðu þær varla
vakið lukku og fengið lofsyrði Sturlu, sem sjálfur var þar. Gjaf-
rn'ldi, sérstaklega í veislum, er lofuð í hástert í HáttUtali og minnst
á örlæti eða gjafir með einum eða öðrum hætti í 29 erindum kvæð-
isins (er. 13, 26, 28-29, 37, 40-49, 68, 84, 86-93, 95, 97-99). Snorri
spillti fyrir sér með fastheldni á fé í viðskiptum við syni sína. Ekk-
ert bendir til annars en að Snorri hafi hins vegar staðið sig allvel í
Veisluhöldum og eytt töluverðum fjármunum í þau.
Fleira má nefna um vilja Snorra til þess að tolla í tískunni og
^6 Helgi Þorláksson, „Snorri Sturluson og Oddaverjar", bls. 58-61.
77 Snorri Sturluson, Edda, bls. 254—301.
78 Sturlunga saga I, bls. 483.