Saga - 2003, Blaðsíða 113
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
111
lnu til nytsamlegrar vinnu og hreint og beint banna letingjun-
um og iðjuleysingjunum fæði og klæði eftir fyrirmælum Páls
postula, svo sem fyrrum var ákveðið í lögum vorum.75
UPP úr aldamótunum 1600 varð mikið hallæri og landslýður
Aosnaði upp unnvörpum. Straumurinn lá til Skálholtsstaðar því
Par þótti helst von um líkn og ölmusugjafir eins og tíðkast hafði í
aþólskum sið. Brátt tók að sneyðast um vistir og þótti sumum þá
n°g um ásóknina, að því er Jón Halldórsson greinir frá:
En bryti staðarins meinti henni [suo/] mundi réna, ef sú sjálf-
gerða brú eður steinbogi á Brúará, (hvar af hún hafði það nafn),
v®ri afbrotinn; fór því til og braut hana með mannafla með vit-
und ef ei með ráði biskupshústrúr, Helgu Jónsdóttur, en án vit-
undar herra Odds, því það tiltæki féll honum stórilla, þá hann
fékk það að vita, ávítandi brytann mjög, og kvað hvorki sér né
honum nokkurt happ þar af standa mundi.76
Jon ber biskupi ekki alltaf vel söguna en þvertekur fyrir að hann
afi verið með í ráðum um steinbogaspjöllin.77 Sjálfur var Oddur
Slst f®ddur með silfurskeið í munni en Einar faðir hans hlaut styrk
. þurfandi presta meðan hann þjónaði norðanlands.78 Kannski
mislíkaði Oddi að almannasamgöngur væru heftar af mannavöld-
Um e^a gerðist vorkunnlátari við beiningamenn með árunum en
samt gæti hér leynst vísbending um að hann sé ekki höfundur
Quali
iscunque.
75
76
77
78
Islandslýsing, bls. 85. - Latneski textinn hljóðar svo: „Unde majorem
ln modum reliqui fortunatiores premuntur, qui coguntur nuditati et
mendicitati tantæ multitidinis [suo!] assidue succurrere, ut uere dici pofsit
Muialis illa fex aut colluuies popularium onus et pondus terræ aut fundi
nostri calamitas. Sed 11 ejusmodi homines politici magistratus authoritate
ab ignauia et socordia ad aliquos utiles labores efsent compellendi et pigris
ac mertibus secundum præscriptum Pauli apostoli uictus et amictus
prorsus negandus, quemadmodum etiam olim nostris legibus cautum
est • Qualiscunque, bls. 38, hér eru felldar niður sjö tölusettar tilvísanir
Burgs í leiðrétta leshætti og tvær stjörnumerktar tilvísanir í neðanmáls-
greinar hans um heimildir höfundar, E.S.
B'skupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 190.
Páll Eggert Ólason segist leggja trúnað á þau ummæli Jóns að Oddur hafi
ekki lagt á ráðin um að brjóta steinbogann. Páll Eggert Ólason, Saga íslend-
inga V, bls. 37-38.
Sami, Menn og menntir IV, bls. 549-553. - Sami, íslenzkar æviskrár 1, bls. 380.