Saga - 2003, Blaðsíða 123
GLÍMT VIÐ GAMLA GÁTU
121
hvöss andsvör Arngríms lærða við „svívirðingum og rógburði"
útlendinga - og hafi aldrei lokið við Qualiscunque að fullu.127 En
með svipuðum rökum má efast um að Qualiscunque sé samin
skömmu áður því að sennilega hefur höfundur hennar haft pata
af skrifum Arngríms áður en þau komu á prent. I meðmælabréfi
sínu með Oddi í biskupskjörinu 1588 segir Guðbrandur Þorláks-
son það mikils um vert að slíku embætti gegni maður sem „hefur
ment og lærdóm [...] svo mörgum lastskriptum svar að gefa, sem
út eru geingnar um vort föðurland eður gánga kunnu".128 Höf-
undi Quahscunque virðist samt ekki síður - og jafnvel frekar -
sýnt um að gagnrýna hátterni samlanda sinna en skrif útlendinga
svo að fyrirætlan Guðbrands virðist ekki hafa náð fram að ganga
nema í skrifum Arngríms. Guðbrandur skrifaði formála að Brevis
commentarius en í Qualiscunque virðist hvergi gefið í skyn að
hann sé ritbeiðandi. Síðari alda menn hafa talið Qualiscunque
merkari heimild um Island á sextándu öld því þar sé meira lagt í
hlutlægari lýsingu á landi og lýð.129 Hún hefði því átt erindi við
latínulærða lesendur þeirrar tíðar á eigin forsendum og Brevis
commentarius varla einn sér aftrað því að hún væri gefin út.
Framarlega í Qualiscunque verður vart við hógværð í ritklifslíki;
höfundur gerir lítið úr gildi verksins en segir að nokkrir vinir
leggi hart að honum að birta (communefacere) það hið bráðasta.130
Það skýrist betur hvers vegna Qualiscunque komst ekki á prent ef
í hlut hefur átt maður sem drukknaði árið 1595 - þess heldur ef
verkið var þá ófullgert eins og Jakob Benediktsson hyggur.131 Eina
varðveitta uppskriftin mælir ekki gegn því þar sem hún er skert
nærri miðju og þrýtur í miðri setningu.
í skrá yfir bókasafn Hafnarháskóla frá 1662 er Oddi Einarssyni
127 SvívirÖingar og rógburÖur eru þýðing Áma Þorvaldssonar (1874-1946) á fleir-
tölu latnesku orðanna convicium og calumnia í titli verksins: Brevis comment-
arivs de Islandia: Qvo scriptorvm de hac itisvla errores deteguntur, et extraneor-
um quorundam conviciis, ac calumniis, quibus Iflandis liberius infultare folent,
occurritur, sbr.: Amgrímur Jónsson, Stutt greinargerð um Island, bls. 7.
128 Biskupasögur Jóns prófasts Haijljdórssonar í Hítardal I, bls. 164.
129 Sbr. t.d.: Jakob Benediktsson, „Formáli", bls. 11. - Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, Islenskir náttúrufræöingar, bls. 14.
130 Qualiscunque, bls. 1-2. - íslandslýsing, bls. 29-30.
131 Sbr.: Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae? ,
bls. 105-106. - Sami, „Inngangur", bls. 34-35.