Saga - 2003, Blaðsíða 197
ÞORSKASTRÍÐ í SJÓNVARPI
195
Og í nýlegum sjónvarpsþætti um íslenskan sjávarútveg var full-
yft: „Oðrum fremur voru það fyrst og fremst fullhugar á íslensku
varðskipunum sem lögðu mest af mörkum í landhelgisbaráttunni,
1 hUdarleiknum á hafinu við bresk herskip, með því að leggja líf
sitt margsinnis að veði."17 Svipuð sjónarmið má finna í eina yfir-
litsritinu á íslensku um átökin, Tíu þorskastríðum Björns Þorsteins-
sonar.18 Með hliðsjón af þessu, og því hve vel Síðasta valsinum var
tekið, sýnist manni að „sameiginlegt minni" þjóðarinnar sé á þá
leið að þorskastríðin hafi fyrst og fremst einkennst af einhug og
arangursríkri baráttu á hafi úti.19
Slík sýn er ófullnægjandi. Varðskipsmenn voru að vísu færir í
flestan sjó og íslenskur almenningur var sameinaður í andúð á
flretum í hvert skipti sem þeir sendu flotann á íslandsmið. En
kapp er best með forsjá. íslendingar „eru gersamlega gengnir af
göflunum," mun Hans G. Andersen, aðalsamningamaður Islands
1 þorskastríðunum, hafa sagt í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins þegar hitinn var hvað mestur í mönnum við upphaf fyrstu
átakanna í september 1958.20 Og í síðasta þorskastríðinu var Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra á köflum mjög gramur út í
skipherra Landhelgisgæslunnar. Sendiherra Norðmanna á Islandi
hafði eftir honum að þeir lytu ekki aga og vildu leika „þjóðhetjur".21
hetta er sagan sem núna má segja. Þróun alþjóðalaga og hernað-
armikilvægi íslands í kalda stríðinu réð meiru um lyktir þorska-
sfríðanna en atvik á hafinu. Einþykknin í íslendingum og dugnað-
17 Páll Benediktsson og Hilmar Oddsson, Aldahvörf. Sjávarútvegur á tíma-
mótum. Fjórði þáttur: Umheimurinn, ísland og ESB (Sjónvarpsþáttur. Utgef-
andi Bergvík, 2000).
18 Bjöm Þorsteinsson, Tíu þorskastríð 1415-1976 (Reykjavík, 1976), bls. 216-236.
19 „Sameiginlegt minni" er „collective memory" á ensku. Sjá t.d. Keith Wilson
(ritstj.), Forging the Collective Memory. Government and lnternational
Historians Through Two World Wars (Oxford, 1996). - Sjá einnig Guðmund
Hálfdanarson, „Sameiginlegar minningar og tilvist íslenskrar þjóðar",
2. íslenska söguþingið. Ráðstefnurit II, bls. 302-318.
20 Public Record Office, London: F0371/134986, Sendinefnd Breta hjá NATO
til utanríkisráðuneytis, 11. september 1958. Fastafulltrúi Dana hjá NATO
hafði svipað eftir Hans þótt ekki væri þá jafnfast að orði kveðið. Sjá RA:
55.ISLAND.1/VII, Paludan til Oldenburgs, 8. september 1958.
21 UD: 31.il/60/XXLV, sendiráð Noregs í Reykjavík til utanríkisráðuneytis,
16. desember 1975. - Sjá einnig Davíð Oddsson, „Geir Hallgrímsson",