Saga - 2003, Blaðsíða 203
RITDÓMAR
201
teiknibókinni í Árnasafni, þar sem menn sitja að drykkju með horn í
höndum. Þessar myndir hafa reyndar víða birzt, en það hefði vfkkað
svolftið sjónarsvið lesenda ef þessara hluta hefði verið minnzt, og ein-
hverra annarra lítillega, og jafnvel vitnað til fomkvæða, þar sem úruxa-
horna er getið, en sá kvikfjárstofn er nú löngu útdauður. Höfundur getur
þess, að drykkjarhom hafi verið mjög í brúki meðal norskra og íslenzkra
bænda á síðari tímum („fremdeles meget brukt i nyere tid", bls. 1), sem
verður þó að teljast nokkuð ofsagt hvað íslenzka bændur snertir.
Horrdn era af nautgripum og hafa þau þótt veglegust sem stærst vora,
°g því vora úraxahorn flutt til Norðurlanda. Auk þess era einhver horn
talin vera af vísundum, en væntanlega hafa íslenzk kýrhom verið algeng-
ust. Fyrir hefur komið að drykkjarhorn væra af hrútshomum, einu
þekktu dæmin era þó homin, sem Raben aðmíráll og stiftamtmaður fór
nteð til Danmerkur en eru nú í Þjóðminjasafni íslands. Þau era hins vegar
ekki með í ritinu, enda ekki útskorin, en silfurbúnaðurinn sýnir greini-
lega, að þau era frá miðöldum.
Höfundur leggur áherzlu á, að útskurðurinn á hornunum sé bændalist
eða alþýðulist („bondekunst" eða „folkekunst"), því að á íslandi hafi ekki
verið handverksmenn í venjulegum skilningi þess orðs, þar sem menn
gátu haft handverkið að aðalstarfi, því að þéttbýli hafi ekki verið til hér,
sem yfirleitt er grandvöllur handverksiðkunar. Rétt mun það vera og
oærtækast er að nefna íslenzka tréskurðinn. Hann er nánast allur að kalla
alþýðulist, stundum harla óvönduð og óæfð. En hvað snertir drykkjar-
homin þá er ljóst, að skurðurinn á þeim er oft miklum mun vandaðri en
Venjulegur tréskurður. Má ljóst vera, að æfðir skurðmeistarar hafi oftar
fengizt við homskurðinn en venjulegan tréskurð. Og þótt nefnt sé, að
ýmis miðaldahom kunni að hafa verið gerð í klaustram, þá er ekkert um
það vitað með vissu, en gæti helzt átt við horn í eigu kirkna. Velflest
hornin hljóta að vera skorin af bændafólki, en þó æfðum skurðlistar-
mönnum, sem hafa getað haft nokkurn efnalegan hag af smíðinni. Má þá
nefna Brynjólf Jónsson, sem nefndur var og lengst var þekktur fyrir bein-
skurð sinn úr Skarðskirkju, en Ellen Marie bendir hér á nokkur drykkjar-
horn eftir hann. Má ljóst vera, að svo flinkur myndskeri sem Brynjólfur
var, hefur hlotið að eyða meiri tíma en aðeins frístundum (líklegast hefur
það orð ekki þekkzt þá) til myndskurðar. Mætti hann jafnvel kallast
nokkur atvinnumaður á þessu sviði.
Myndir og skraut á hornunum era fjölþætt, en á hinum elztu era mynd-
lr úr Biblíunni og úr lífi og dauða Krists. Þetta kemur ekki á óvart. Alla tíð
hafa menn sótt fyrirmyndir að hagleiksverkum sínum til Biblíunnar, bæði
myndir og texta, í nær hvað sem var. Þetta sést vel á veraldlegum útskurði
síðari tíma og þá ekki síður í vefnaði og saumi, svo og málmsmíð.
Höfundur veltir fyrir sér, hvaðan hugmyndir að útskurði á íslenzkum
drykkjarhornunum séu komnar, og telur að fyrirmyndir að honum muni