Saga - 2003, Blaðsíða 158
156
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
Una Pálsdóttir, að þetta gildir eingöngu fyrir nokkrar fáar konur,
þær sem goðar og stærstu bændur höfðu í kringum sig.
Kotkerlingar höfðu engin pólitísk áhrif, frekar en kotkarlar. í grein
sinni leggur Sólborg Una áherslu á að það hafi verið gegnum sam-
bönd sem byggðust á ættartengslum að konur hafi getað aflað sér
virðingar. Konur voru ekki algerlega gefnar „inn í ætt eigin-
mannsins", þær gátu því „leitað til móður- og föðurfjölskyldna
sinna auk fjölskyldu eiginmannsins" (bls. 52). Hér held ég að það
sé ástæða til varkárni. Ættartengsl þjóðveldisaldar voru veik, hið
tvíhliða ættarkerfi og smæð samfélagsins ollu því. I dag segjum
við gjaman að alhr Islendingar séu skyldir í sjöunda eða áttunda
lið, í samfélagi með minna enn 50.000 íbúa hafa ættarböndin verið
margþættari og því erfitt fyrir einstaklinga samfélagsins að vera
jafnættræknir við alla ættingja sína. ÆttarhoUustan var mismikil
og væntanlega mest í þeim ættum sem höfðu mestra hagsmuna að
gæta - fyrir flesta bændur vom böndin til goða og hreppsbænda
mikilvægari en ættarböndin.18
Ég fæ heldur ekki séð hvernig konur gátu verið í betri aðstöðu
en karlar til nota sér ættarböndin. Ég myndi vilja halda hinu
gagnstæða fram. Vináttan og þingmennskan vom mikilvægustu
pólitísku sambönd þjóðveldisaldar og ef marka má sögurnar voru
ekki margar konur sem höfðu slík sambönd, helst ekkjur og konur
á efstu þrepum samfélagsstigans. Möguleikar kvenna almennt
voru því litlir til að hafa pólitísk áhrif.
Að konur hafi haft Utla sem enga æru, í besta falU sömu og feður
þeirra og eiginmenn,19 kemur vel fram í frásögnum um kvennarán
í Sturlunga sögu. I þeim er ekki að sjá að brottnám kvenna hafi
verið neinn smánarblettur á æm þeirra heldur féll við það blettur
á æm eiginmanna og frænda kvennanna. Það er einungis í frá-
sögninni af fylgikonunni Þómnni að talað er um að gera konu
„svívirðing".20
Árið 1198 kom goðinn Guðmundur dýri til Öxnahóls og hafði
18 Jón Viðar Sigurðsson, „Forholdet mellom frender, hushold og venner pá
Island i fristatstiden", (N) Historisk tidsskrift 74 (1995), bls. 317-329.
19 Preben M. Sorensen, Fortælling og ære. Studier i islændingesagaerne (Árósum,
1993), bls. 212-248.
20 Jón Viðar Sigurðsson, „Konur og kvennarán", bls. 71-80. Sturlunga saga I,
bls. 201-202.