Saga - 2003, Blaðsíða 151
SAGNIR OG FRÆÐIHANDA FERÐALÖNGUM 149
var íslendingum bannað að brenna fólk á báli fyrir galdra, sem var
þó þakkarverð réttarbót, og eftir 1700 voru málaflækjur sendi-
mannanna Áma og Páls kannski langdregnar og árangursrýrar,
en þó minnisvert skref í átt til réttarríkis á Islandi. Háskóla-
menntun lögfræðinga var skref í sömu átt sem greiddi framför-
um upplýsingaraldar braut í íslenskri stjómsýslu og réttarfari. Á
18. öldinni vann geistleg og veraldleg stjómsýsla einveldisins á
íslandi tvo ótrúlega sigra: að gera þjóðina læsa, og að sigrast á fjár-
kláðanum fyrri með skipulegum niðurskurði. Þá vom Innrétt-
ingar Skúla fógeta skýr vottur um framfarahug dönsku stjórnar-
innar fyrir íslands hönd. Jafnframt sannfærðist stjómin um að
bæta þyrfti úr ágöllum einokunarverslunarinnar fyrir Islendinga.
Þegar ekki dugði að setja kaupmönnum strangari reglur tók
stjórnin verslunarreksturinn í eigin hendur uns ákveðið var, í
ljósi nýrrar efnahagsstefnu ríkisins, að innleiða einkarekstur á
ný, en nú á samkeppnisgrundvelli. Þar fylgdu á eftir skipulags-
breytingarnar um 1800: fastur dómstóll, biskupsstóll og skóli í
Reykjavík.
Auðvitað voru framfarir á þessu sviði því marki brenndar að
hið nýja kom frá Dönum og íslensk hefð þokaði. En að vera enn í
dag að lesa þessa sögu gegnum gleraugu sjálfstæðisbaráttunnar,
það er jafnófróðlegt og það er ósanngjamt, og vonandi ekki sér-
lega söluvænlegt á vettvangi ferðaþjónustunnar.
Hvað á þá að koma í staðinn? Það er auðvitað álitamál, en í
mínum augum felst dramatík 17.-18. aldarinnar á íslandi einmitt
í spennunni milli þess hvað íslenskt samfélag er þá í aðra röndina
smátt, einangrað, staðnað og snautt, og hvað mörg framfara-
viðleitnin kemur fyrir lítið, a.m.k. á efnahagssviðinu - og svo á
hinn bóginn þeim verulegu afrekum og framfömm sem þetta
þjóðfélag þrátt fyrir allt hefur af að státa, og þeim undirbúningi
þess fyrir nútímann sem síðan sýndi sig að vera býsna traustur.
Umræðu er þörf
Ég hef nú verið að hoppa á vissum atriðum í sögutúlkun Tómasar
Inga sem ég hef þóst sjá höggstað á. En það er alls ekki til þess að
gera lítið úr tillögum hans eða nefndarinnar eða áhuga hans á
sögulegu efni í þágu ferðaþjónustu, heldur aðeins sem forsmekk
eða dæmi um þá gagnrýnu umræðu sem þarf að vera einn þáttur