Saga - 2003, Blaðsíða 149
SAGNIR OG FRÆÐI HANDA FERÐALÖNGUM 147
byltingarkenndra sanninda með því að skilja að Asía lægi bæði í
austur og vestur frá Evrópu,13 og að hnattlögun jarðar hafi verið
sú hneykslanlega villukenning sem Bruno var brenndur fyrir og
Galileo látinn éta ofan í sig fyrir rannsóknarrétti.
Deilan um hina flötu jörð er reyndar meira en einber misskiln-
ingur sem þörf sé að sópa til hliðar, heldur er hún ein þeirra
þjóðsagna sem kalla má hluta af almennri þekkingu á Vestur-
löndum, á borð við fróðleik eins og að storkurinn komi með
börnin, að hreindýr dragi sleða jólasveinsins, eða að steinaldar-
karlar hafi leitað kynna við konur með því að slá þær leiftur-
snöggt í höfuðið. Svona hugmyndum má auðvitað bregða fyrir
sig í ferðaþjónustu - það er t.d. ekki nema sjálfsagt að hánorræn
lönd keppi hvert við annað sem heimkynni jólasveinsins - en með
þeirri varúð að hvorki geri gestgjafar sig broslega með því að trúa
á þær sjálfir né niðurlægi gesti sína með því að ætlast til að þeir
viti ekki betur.
Botn hrörnunarinnar?
Saga síðari alda fær í skýrslunni fyrirsögnina „Undanhald og
endurreisn 1400-1900". Á þetta er í rauninni litið sem tvö tímabil,
19. öldina sérstaklega, og á „endurreisn" við hana, en hins vegar
//notast við aldamótin 1400 sem upphaf þjóðfélagslegrar hrörn-
unar sem nær botni um 1800..." (bls. 17). Hér er sem sagt komin
hnignunarkenningin góða, sem m.a. var rædd á Söguþingi 2002!4
Hér skal ég litlu auka við þá umræðu, öðru en því að ég ht ekki á
þetta sem eiginlega sagnfræðilega kenningu, sem eftir atvikum
sem mundi þetta skakkt, en enginn sem ég varð var við að vissi betur, því
líkast sem fólk sé orðið svo vant þessari meinloku að það láti hana yfir sig
ganga athugasemdalaust.
13 Hið byltingarkennda við landafræði Kólumbusar var að tengja saman
rangar niðurstöður um stærð jarðar og um lengd Asíu til austurs, sem til
samans þýddu að frá Evrópu vestur til Asíu væri ekki nema viðráðanlega
stutt sighng. Ef Kólumbus hitti íslendinga, hvort sem það var á íslandi eða
í Bristol, og frétti hjá þeim af Vínlandi í vestri, hefur hann a.m.k. ekki skilið
það sem vitnisburð um að ókönnuð heimsálfa lægi þvert á leið hans til
Asíu; þá hefði hann aldrei siglt vestur.
14 2. íslenska söguþingið... 2002. Ráöstefnurit I. Ritstjóri Erla Hulda Halldórs-
dóttir (Reykjavík, 2002), bls. 93-168.