Saga - 2003, Blaðsíða 150
148
HELGISKÚLIKJARTANSSON
standist eða standist ekki dóm rækilegrar rannsóknar. Fremur er
spurningin sú hvort það sé réttmæt framsetning, þegar maður vill
gera sjálfum sér og öðrum skýra og minnisstæða yfirlitsmynd af
þessum öldum Islandssögunnar, að líta í einu lagi á ýmsar
breytingar sem stefna til samdráttar, einföldunar eða aðþrenging-
ar á ýmsum sviðum þjóðlífs og verkmenningar, og leiða þær fram
sem eitt af einkennum tímabilsins. Um hverja einstaka breytingu
má rökræða hvort hún sé rétt túlkuð sem afturför. En síðan er það
ekki sagnfræðileg niðurstaða heldur aðferðafræði við yfirlitsritun
hvernig atriðum er skipað saman og hvaða heildir eru gerðar að
táknum hvers tíma. Frá því sjónarmiði tel ég hnignunarkenning-
una reyndar hafa eitt og annað til síns ágætis.
Þessar aldir „markast af því að hægt og bítandi molnar undan
menningarlegri reisn þjóðarinnar", segir Tómas Ingi (bls. 26). Þó
tvístígur hann í mati sínu á þessu, segir að „sú mynd, sem oftast
er dregin upp af vonleysislegu, sárafátæku og menningarsnauðu
samfélagi virðist „ekki styðjast við heimildir", (bls. 26), en jafn-
framt að „efnahagsleg og menningarleg örbirgð þjóðarinnar um
aldamótin 1800 [sé] út af fyrir sig athyghsvert menningarsögulegt
fyrirbæri" (bls. 26).
Þó að eitthvað fari þannig á milli mála um hina menningar-
legu reisn, þá er skýrsluhöfundur ómyrkur í máli um stjórnskipun
og stofnanaþróun. „Auk íþyngjandi lagasetningar er þungbært
stjómar- og réttarfar innleitt, sem rýrir smám saman innlendar
valdastofnanir uns þær leysast í raun upp á 17. og 18. öld" (bls.
26), og botninum er náð um 1800 „þegar Alþingi er lagt niður,
Hólastóll aflagður og Auðunarstofa rauða rifin..." (bls. 17). Þetta
dálæti á innlendum valdastofnunum finnst mér megi íhuga betur
áður en það er gert að grundvelli söguskoðunar, hvort sem er í
ferðaþjónustu eða t.d. skólum. Ég sé ekki hvað hefði verið unnið
við það eftir 1800 að hafa í landinu tvo biskupsstóla, og síst með
þeirri ójöfnu umdæmaskiptingu sem um var samið 700 árum
áður. Enn síður sé ég hvernig það verði talið til hnignunar að
stofna fastan áfrýjunardómstól, með atvinnumönnum í dómara-
sæti, í stað þess að hið æðra dómsstig landsins starfaði í eins
konar útilegu nokkra sumardaga og lægi í dvala þess í milli-
Víst var það þungbært stjórnarfar sem leyst hafði af hólmi
stjórnleysi og hnefarétt 15.-16. aldar, en stjórnarfar sem smám
saman varð agaðra og ábyrgara, einkum á einveldistímanum. Þá