Saga - 2003, Blaðsíða 83
„VAR ENGIHÖFÐINGISLÍKR SEM SNORRI" 81
Skömmu eftir frásögnina af vígi Snorra talar Sturla um virkið: „Þá
Var virki öruggt um bæinn í Reykjaholti, er Snorri lét gera."88
Virkið í Reykholti var gott vígi af þessu að dæma. Hins vegar finn-
ast dæmi um virkisgerðir í Sturlungu þar sem reist eru hemaðar-
^e8a gagnslaus eða gagnslítil virki. Sturla Sighvatsson stóð í virkis-
framkvæmdum sem virðast varla hafa þjónað öðmm tilgangi en
þeim að sýna hvers hann var megnugur. Virki hans stóð í þjóðleið
°g bar framtakssemi hans og atorku vitni.89 Sagan af því þegar
Sturla lét flytja skemmuna frá Görðum á Akranesi út í Geirshólma
er jafnvel enn betra dæmi um kostnaðarsama og erfiða fram-
kvaemd sem snerist lítt um hernaðarlega hagkvæmni en þeim
mun meira um atorku og sýningu á getu.90 Líklega hefur Snorri
emnig haft virðingu í huga þegar hann reisti virkið í Reykholti og
aHnokkuð verið lagt í það.91 Sturlunga minnist líka á kastala
n°kkurn sem Snorri lét reisa á Víðimýri og var efalítið frekar til
sonnunar höfðingsskap og getu Snorra en að hann væri hernaðar-
lega mikilvægur.92
Snorralaug, marguppgerð, er það eina sem eftir stendur af þess-
ari Vlrðulegu umgjörð höfðingdómsins. í stað þess fellur ljómi á
nafn Snorra af sagnaritum hans. Vegna þess hversu menningar-
starfsemi af þeim toga er fjarri valdabrölti í huga nútíðarmanna
emr hún jafnan verið aðskilin veraldarvafstri Snorra. Þetta kemur
nieðal annars fram í því að þessu tvennu, höfðingjanum og sagna-
^eistaranum, er stillt upp sem andstæðum í sögu Snorra. Tilfinn-
lngm hefur verið sú að Snorri hafi þjónað tveimur herrum, öðrum
Veraldlegum og stundlegum en hinum andlegum og eilífum.93
88 Sturlunga saga I, bls. 456, II, bls. 155.
°9 Sturlunga saga I, bls. 348-349, 357.
90 Sturlunga saga I, bls. 406-407, 419.
Saga kastala og virkja á Englandi og á meginlandinu sýnir að tilraunir höfð-
mgja til þess að standa undir nafni og opinbera getu sína, afla sér virðingar,
voru ríkur þáttur í byggingu slíkra mannvirkja, ekki síður en til þess að verj-
ast sem best. Jacques Le Goff, Medieval Civilization, bls. 74,93. - Dominique
Barthélemy og Philippe Contamine, „The Use of Private Space", bls. 412-416.
92 Sturlunga saga I, bls. 333.
"[Hjann var ekki fyrst og fremst skáld og fræðaþulur, heldur höföingi",
segir Sigurður Nordal. Rit Sigurðar um Snorra er dæmigert fyrir þá nálg-
un að í Snorra hafi blundað a.m.k. tvöfalt eðli og því hafi hann ekki getað
stlgið í báða fætur samtímis sem sagnaritari og valdamaður. Sigurður
Nordal, Snorri Sturluson, bls. 47.
6-Saga