Saga - 2003, Blaðsíða 209
RITDÓMAR
207
ráðin um smíði ritsins. Sú stofnun hljóti að vera Alþingi og sé verkinu
ætlað að þjóna hagsmunum íslenskra landeigenda, þannig að hagsmunir
höfðingja og stórbænda í byrjun 12. aldar virðast upprunalega búa þarna
að baki. Rökin fyrir þessari skoðun sækir Sveinbjörn til ákvæða um
gamlan norður-evrópskan landeignarrétt þar sem vandlega er gætt réttar
sttar eða fjölskyldu til góðs jarðnæðis, gjaman stórbýla sem í Grágás
kallast aðalból (bls. 10). Þessi lög eru í mörgu náskyld elstu norsku lög-
unum um landeignir og óðul og ættartölur Landnámabókar eiga sér
einnig hliðstæður í norskum rétti um óðul sem rakin eru í ættir að lang-
feðgatali til haugs og heiðni. Sveinbjörn ályktar að þessi gamli land-
eignarréttur með áherslu á ætt og fjölskyldu hafi hamlað á móti því að
stórhöfðingjar, konungar og kirkja næðu hér í upphafi miklum völdum.
Þessu til rökstuðnings nefnir hann að forkaupsréttur til lands (máli, lög-
ntáli) var samkvæmt Grágás bundinn búsetu samfjórðungs (bls. 11). Þannig
Var fjórðungsbundin landeign þáttur í stjómskipan íslenska þjóðveldisins.
Þetta skipulag telur hann að geti skýrt upphaflega byggingu Landnáma-
bókar, sem lfklega hefur verið samin á öndverði 12. öld (bls. 11-12).
Hér má spyrja hvort Sveinbjörn geri ef til vill of mikið úr þessari and-
stæðu kirkju og veraldlegs valds á 12. öld. Erfitt er að ræða þau mál til
hlítar vegna skorts á heimildum en höfundur sýnir á áhugaverðan hátt
fram á að ritarar sniðu Landnámu, sem í elstu gerð var þetta „gamla tæki
landeigenda", í tímans rás að kristnum bókmenntum. Sögugerð Land-
námu varð því með tímanum í mun meira mæli klerklegt og kristilegt
yerk en hið upprunalega (bls. 15). Niðurstaðan er að elsta gerðin er tæki
landeigenda en yngri gerðir hafa fengið annað gildi til viðbótar. Þannig
eru yngstu breytingarnar, þ.e. höfðingjatöl á Islandi og ættartölur, afurð
þeirra samfélagshátta sem skrásetjendurnir bjuggu við í lok 13. aldar og í
byrjun þeirrar 14., og eru þær því vitnisburður um sjálfsvitund höfðingja-
stéttar þess tíma. Sögugerving Landnámu er þó eldri, líklega frá fyrri
hluta 13. aldar. Landnáma hin elsta nær svo líklega til baka til upphafs 12.
aldar og er þá fyrsta svar höfðingjastéttar gegn áhrifum kirkju og
konungsvalds.
Efni bókarinnar er hins vegar ekki bara tengt hinu veraldlega valdi og
•slenskum eignarrétti, heldur því hvernig sagnaritun Islendinga á 12. og
13. öld breyttist og ritarar sniðu ritin stöðugt meira að kristinni menning-
arheild miðalda. Dæmi má taka af Þangbrands þætti, sem Sveinbjörn
telur vera eina af gersemum íslenskrar sagnaritunar á miðöldum.
Þátturinn er vitnisburður um meira en 200 ára þróun í íslenskri sagna-
fitun, upphaflega saminn á íslensku, líklega í Haukadal. Austur í Álfta-
firði smíðuðu klerkar framan á hann Þiðranda þátt. Seinna höfðu áhuga-
menn um sögu Olafs konungs og kristninnar búið til frampart á þáttinn,
um upphaf Þangbrands með stuðningi af ruglingslegu keisaratali.
Riddaralegir breyskleikar Þangbrands voru dregnir fram, vafalaust því