Saga - 2003, Blaðsíða 258
256
FRÁ SÖGUFÉLAGI2001-2002
Ásamt Sagnfræðistofnun Háskóla íslands og Sagnfræðingafélaginu
stóð Sögufélag að 2. íslenska söguþinginu sem haldið var í Reykjavík um
mánaðamótin maí-júní. F.h. stjórnar sat Guðmundur J. Guðmundsson í
undirbúningsnefnd þingsins en félagið veitti nokkum fjárstyrk til þess.
Nýlega kom út veglegt ráðstefnurit í tveimur bindum með þeim fyrir-
lestrum sem fluttir voru á þinginu.
Stjórn félagsins þótti hlýða að minnast stórafmælisins 7. mars sl. með
ýmsum hætti. Til þess að leggja á ráðin um tilhaldið var sett á fót þriggja
manna nefnd skipuð eftirtöldum: Björgvini Sigurðssyni, Páli Bjömssyni
og Sigríði Th. Erlendsdóttur; nefndin starfaði í nánum tengslum við
Ragnheiði Þorláksdóttur, starfsmann félagsins. Varð að ráði að efna til
afmælishófs í húsi félagsins í Fischersundi. Til hófsins var boðið yfir
hundrað manns, forseta lýðveldisins, ýmsum hollvinum félagsins, for-
ystumönnum menningarstofnana, auk borgarstjóra og ráðherra. Jafn-
framt var efnt til sýningar í húsinu á myndum, skjölum og bréfum úr
sögu félagsins, sem og á útgáfubókum þess. Veg og vanda af hönnun
þessarar sýningar hafði Björn G. Björnsson leikmyndateiknari; hann
hannaði jafnframt boðskort, bókamerki og borða sem var strengdur yfir
Fischersund. Allt þetta gerði Björn félaginu að kostnaðarlausu og kann
það honum miklar þakkir fyrir áhuga og velvild í sinn garð. Þá gaf
Borgarskjalasafn Reykjavíkur félaginu ljósrit af ýmsum gögnum við-
víkjandi stofnun og fyrstu starfsárum félagsins, m.a. af áskorunarskjali
um stofnun félagsins. í tengslum við afmæhð færði Jón Thors, ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, félaginu merk söguleg gögn frá fyrstu
starfsárum félagsins að gjöf, en þau höfðu varðveist á kirkjuloftinu á
Bessastöðum áður en þau höfnuðu í dómsmálaráðuneytinu. Þá er þess að
geta að fyrir afmælishófið fékk húsið í Fischersundi dálitla „andhtslyft-
ingu", hið ytra og innra; m.a. var reist á það fánastöng og inn í ramma og
upp á vegg rötuðu myndir af öllum fyrrverandi forsetum félagsins, þeim
sem látnir eru.
Afmælishófið þótti heppnast með ágætum undir formlegri stjórn
Sigríðar Th. Erlendsdóttur. Að undangengnu ávarpi forseta félagsins
flutti forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, ræðu. Einar Laxness
opnaði heimasíðu félagsins sem Björgvin Sigurðsson hafði unnið að því
að gera úr garði. Samkomuna sóttu um 60 manns. I Lesbók Morgunblaðsins
birtist opna með ýmsu efni tengdu þessum tímamótum. I tilefni af-
mælisins veitti Reykjavíkurborg félaginu styrk að upphæð kr. 200 þús.
sem stjórnin er mjög þakklát fyrir. Þeim mörgu sem lögðu félaginu lið
á þessum tímamótum, með einum eða öðrum hætti, er þakkað fyrir
velvilja og hlýjan hug.
Eins og margir félagsmenn hafa mátt sannreyna, komst heimasíða
félagsins ekki í gagnið á starfsárinu. Má um kenna bæði mannlegum og
tæknilegum mistökum en unnið er að því að bæta úr þeim. Ljóst er að