Saga - 2003, Blaðsíða 240
238
RITDÓMAR
Helgi Skúli Kjartansson, ÍSLAND Á 20. ÖLD. Ritstjóm:
Guðmundur Jónsson (formaður), Guðjón Friðriksson
og Gunnar Karlsson. Myndritstjórar: Jóhann B. Jónsson
og Karólína Stefánsdóttir. Útlitshönnun, myndvinnsla
og umbrot: Guðjón Ingi Hauksson. Sögufélag.
Reykjavík 2002. 584 bls. Skrá yfir ríkisstjómir, úrslit
alþingiskosninga 1916-1999, tölur um mannfjölda,
upplýsingar um atvinnuskiptingu, tilvitnana-,
mynda-, nafna- og atriðisorðaskrár.
í fréttum 20. aldar var þetta helst: ísland öðlaðist sjálfstæði og þjóðin varð
bjargálna. Landið var hemumið. íslendingar urðu ríkir í stríðinu. Tryggð
vora yfirráð fiskimiða og veiðiheimildir urðu markaðsvara. Fólkið
streymdi suður. Eldgos varð í Heimaey. Unnið var á óðaverðbólgu með
þjóðarsátt. Island fékk aðild að innri markaði Evrópusambandsins.
Markaðsbúskapur tók við af ríkisafskiptum. Fréttir verða næst sagðar árið
2102.
Getur einn fréttatími lýst degi í lífi þjóðar og heimsbyggðar? Nei, það
getur hann auðvitað ekki. Fréttamennimir velja eitthvað af því sem þeir
telja að komi almenningi að gagni og lýsi með einhverjum hætti
hræringum dagsins. Þeir leitast við að fjalla um það sem varðar líf og
afkomu almennings. En hvað með sagnfræðinginn - getur hann gefið
trúverðuga mynd af hundrað ára vegferð þjóðar í einni bók? Er öldin sem
Helgi Skúh Kjartansson lýsir í bókinni ísland á 20. öld sú öld sem þú lifðir
og foreldrar þínir, og afar og ömmur lýstu? Þú kannast vafalítið við flest
- alveg eins og þegar þú hlustaðir á fréttirnar í gær. Flest var kunnuglegt.
Þú hafðir heyrt eitthvað þessu líkt áður. Fátíðar fréttaskýringar skýra
hugsanlega betur bakgrann atburða en einn fréttatími. Það sama er að
segja um yfirlitsrit í sagnfræði - þau era fátíð - en geta skýrt fyrir
lesendum framvindu mála á tilgreindu tímabili.
Sögufélagið vildi að samið yrði yfirlitsrit um sögu 20. aldar - þessa öld
hraðfara breytinga. Fenginn var til verksins þrautreyndur sögupenni,
Helgi Skúli Kjartansson, sem fetað hefur þessa slóð fram og aftur sem
kennari, fræðimaður og söguritari. Hann þekkir viðfangsefnið vegna
rannsókna og starfa - og er líka svo ljónheppinn að vera fæddur um miðja
öldina (1949), man eftir eftirhreytum gamla bændasamfélagsins,
skyrhræringnum, síðutoguranum, viðreisninni, Keflavíkursjónvarpinu,
herstöðvarandstöðunni, mussukommunum, síldarævintýrinu, landhelg-
isbaráttunni, óðaverðbólgunni - og auðvitað aðalleikendum í stjóm-
málum tímabilsins: Ólafi Thors, Bjama Ben, Hannibal, Gylfa Þ, Lúðvík,
Gunnari og Geir, Eysteini, Óla Jó, og öllum hinum jakkafataköllunum,