Saga - 2003, Blaðsíða 241
RITDÓMAR
239
sem voru með annan fótinn í gamla hægfara íslandi sem hrætt var við
breytingar og erlend áhrif. Höfundur hefur lifað helftina af þessari öld
umbreytingarinnar. Hann missti af fyrri hálfleik en það kemur ekki að
sök. Þá var framvindan líka hægari, leiksviðið og umbúnaður allur breytt-
ust ekki eins ört og í seinni hálfleik.
Helga Skúla Kjartanssyni „var trúað fyrir að rita bókina" eins og hann
segir sjálfur í formála. Ætlunin var að veita yfirsýn um sögu 20. aldar frá
sjónarhóh líðandi stundar, og var ritinu ætlað að vera í senn alþýðlegt og
auðvitað sagnfræðilega traust. Höfundur þakkar í formála fyrir tækifærið
til að segja frá viðburðaríkustu öld Islandssögunnar og segist vilja kynna
lesendum baksviðið að lífi þeirra og samhengið í nálægri fortíð. Það sem
einkenndi öldina voru auðvitað stórstígar framfarir og þær mynda
þráðinn í frásögn höfundar: leiðin til stjórnmálalegs sjálfstæðis, umbylt-
ing atvinnulífsins, þéttbýhsþróunin, markaðsvæðingin. Undir aldarlok
koma hins vegar bakþankar um „meiri umbúðir um minna innihald" og
„skuggahhðar" neysluþjóðfélagsins.
Ritið skiptist í átta meginkafla og er í hverjum þeirra fjallað um þróun
og megineinkenni hvers tímaskeiðs - frá heimastjórn og fuhveldi til aldar-
loka. Alltaf má þrasa um það hvers beri að geta og hverju sleppa.
Höfundur vill draga upp meginlínur og tekst það ágætlega.
Yfirgripsmikil þekking og reynsla höfundar birtist lesendum glögglega í
bókinni. Öll meginatriðin eru þarna - flest sem sýnist hafa haft áhrif á
þróun samfélagsins á sinn stað í bókinni. Það er ekki verið að þreyta
lesendur með rakningu í stíl annála eða runum af frægum köhum og
kellingum (en vafalítið geta einhverjir móðgast fyrir sína hönd eða vanda-
manna að fá ekki sinn sess). Þetta er ekki tæmandi yfirlit um þróun,
atburði eða persónur nýliðinnar aldar. Nei, þetta er sýn höfundar á það
hvað mestu skipti. Höfundur nýtir bókarrýmið til að túlka og skýra, rekja
þróun þjóðfélagsins - frá gamla sveitasamfélaginu til borgarsamfélagsins,
frá sjálfstæðisþreifingum í konungsríkinu Islandi, gegnum heima-
stjórnartímann til fullveldis og stofnunar lýðveldis, frá umbrotum
striðsára til aldarloka. Vissulega er þróun stjómmála og efnahagslífs rúm-
frekust en höfundur leitast líka við að draga upp mynd af þjóðlífi,
breytingum á hugsunarhætti og lífsstíl - matarmenningu og klæðaburði.
Höfundur viðurkennir að ef minna væri gert úr hlut stjómenda og
stefnumótunar en meira úr hfi og starfi landsmanna myndi tölvubylt-
ingin undir lok aldarinnar marka jafnsjálfsögð þáttaskil og vélarafhð við
upphaf hennar (bls. 458). Þetta er hins vegar dæmi um að erfitt er að fjaha
um þær fjölmörgu „byltingar" sem eru nærri okkur í tíma á skilmerki-
legan og skemmtilegan hátt. Yfirleitt tekst höfundi vel að skýra aðstæður
og þróun, best í umfjöllun um hagræna þætti: samspil markaðsaðstæðna,
áhrif þeirra á efnahag og ákvarðanir stjórnvalda.
Frásagnarmáti höfundar er lipur og málfar gott, hins vegar verður text-