Saga - 2003, Blaðsíða 102
100
EINAR SIGMARSSON
kennt við Hólaskóla; að hans dómi „liggur [...] í augum uppi" að
það sé Oddur Einarsson.17 í verkinu sé lýst brunagaddi, snjó-
þyngslum á jafnsléttu, fannfergi til fjalla, snjóflóðum, skriðuföll-
um og dalalæðum18 - nokkru sem eigi „óneitanlega betur við
Norðurland en Suðurlandsundirlendið".19 Frásögn af bjargsigi
eftir fugli og eggjum „mætti eiga við Grímsey og Drangey".20 Sagt
sé frá striti við brennisteinstekju norðanlands, þurrabaðinu hjá
Reykjahlíð lýst, minnst á leirhveri í grennd við Mývatn og hermt
að „maður nokkur" hafi „fyrir nokkrum árum" kastað nautalöpp-
um í goshver nærri Húsavík (Uxahver að ætlan Jakobs) og beinin
ein spýst til baka.21
Oddur Einarsson var norðlenskur í báðar ættir, fæddur á
Möðruvöllum í Hörgárdal 1559.22 Faðir hans, Einar Sigurðsson
skáld (1538-1626), ólst upp nyrðra og gekk í Hólaskóla, fékk Mý-
vatnsþing 1560 eða 1561 og Nes í Aðaldal 1565.23 Þar sat hann til
1589 og þar var sonurinn alinn upp. Oddur gekk í Hólaskóla, varð
baccalaureus artium í Kaupmannahöfn 1584 og er þrisvar getið við
dispútasíur háskólans 1583-1585, kallaður þar „Otte Islænder".24
Hann sneri aftur til íslands 1586, varð sama ár skólameistari á
Hólum og gegndi því embætti fram á sumar 1588, þegar hann var
17 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?",
bls. 103.
18 Qualiscunque, bls. 6. - íslandslýsing, bls. 36.
19 Jakob Benediktsson, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?"/
bls. 102.
20 Sami, „Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae?", bls. 102. - Sbr.
líka Qualiscunque, bls. 51-52, og íslandslýsing, bls. 107-108.
21 íslandslýsing, bls. 50, sjá líka bls. 51-54 og 135-136. - Beina tilvitnunin
er þýðing Sveins Pálssonar á orðunum „quidam ante paucos annos"-
Qualiscunque, bls. 16, hér er felld niður tölusett tilvísun Burgs í leiðréttan
leshátt, E.S.; sjá líka bls. 17-18 og 70-71.
22 Um ævi Odds er einkum stuðst við Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórsson-
ar í Hítardal I, bls. 157-208, og Páll Eggert Ólason, Mnm og menntir III, bls-
689-698.
23 Sbr. Biskupasögur Jóns prófasts HaljlJdórssonar í Hítardal I, bls. 157-160. - Páll
Eggert Ólason, Menn og menntir IV, bls. 549. - Það er nánast alsiða að telja
Einar Sigurðsson fæddan árið 1538 þótt Jón Halldórsson segi hann fædd-
an 1539, sbr. Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 157.
24 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir III, bls. 689. - Sami, íslenzkar æviskrár
IV, bls. 7.