Saga - 2003, Blaðsíða 238
236
RITDÓMAR
eru fómarlömbin, ritskoðun frétta. Lesandi staldrar við og leiðir hugann
að heimsmálum samtímans.
Þótt ég myndi tæplega segja að Þómnn hefði unnið rannsókn sína út frá
kynjasjónarhomi þá veltir hún upp mismunandi viðhorfum til kvenna og
karla aldamótaárið 1900. Hún skrifar t.d. skemmtilega um minning-
argreinar/dánartilkynningar um karla og konur þar sem greinilegur
munur er á kostum kynjanna. Sjálf hef ég skoðað minningarorð um konur
í blöðum 19. aldar þar sem sjá má að ákveðinni kvenímynd var haldið að
konum og miðlar þess tíma tóku þátt í að móta. Þómnn segir einmitt að
dánarfregnimar hafi veitt „móralskt aðhald", lesendur gátu séð hvemig
fyrirmyndarkarl og fyrirmyndarkona áttu að vera og mátað sig við lýs-
inguna. Framfarahugur var einn meginkostur karla, segir Þómnn. Alvöm
aldamótakarlar vom glaðlyndir og skemmtilegir í viðræðum, gestrisnir
og kurteisir, góðum gáfum gæddir og menntun var kostur. Karlar voru
fullir af krafti og staðfestu en þeir vom ekki grandvarir og guðræknir,
slíkt var ekki karlmannlegt. Konur vom aftur á móti mönnum sínum
„hentugar" og hjartahlýjar, þeim var annt um guðsótta og góða siði.
Konur gátu verið tápkonur en þótt stöku sinnum væri sagt um konu að
hún hefði unnað menntun segir Þómnn að ljóst sé að framfarahugur konu
hafði lítið gildi. Ég efast ekki um að þetta sé rétt, lesið út frá umræddum
blöðum, en held að hægt væri að draga upp aðra mynd með því að leita
fanga í fleiri heimildum. Aldamótakonur vom nefnilega fullar af fram-
farahug; þær stofnuðu félög og blöð og vildu vinna að framfömm lands
og þjóðar, framfömm kvenna. Þómnn bendir reyndar á í kynningu sinni
á blaðstjómnum að þrír þeirra hafi verið kvæntir merkum konum. Það
vom þær Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenfrelsiskona og ritstýra, sem gift var
Valdimar Asmundssyni ritstjóra Fjallkonunnar, Theodóra Thoroddsen
skáldkona sem átti Skúla Thoroddsen ritstjóra Þjóðviljans og Sigríður
Þorsteinsdóttir ritstýra sem gift var Skafta Jósepssyni ritstjóra Austra.
Raunar má bæta við Jarþrúði Jónsdóttur, enn einni merkiskonunni, en
hún var trúlofuð Þorsteini Erlingssyni um árabil, reyndar áður en harm
gerðist ritstjóri, og Jarþrúður var önnur tveggja kvenna sem keypti
kvennablaðið Framsókn af áðumefndri Sigríði Þorsteinsdóttur og dóttur
hennar Ingibjörgu árið 1899.
Þórunn víkur einnig að konum þegar hún fjallar um gífuryrði
blaðstjóranna og fleiri karla hvers í annars garð í pólitfk aldamótaársins
1900. Þeir hömuðust hver gegn öðmm á síðum blaðanna og hún bendir
lesendum á að ein mesta niðurlægingin hafi falist í því að kvengera and-
stæðinginn. Ennþá þekkjum við að körlum em gefnir kvenlegir eigin-
leikar þegar draga á úr trúverðugleika þeirra. Með þessum svívirðingum,
segir Þómnn, brýndu karlamir hver annan til dáða og beindu þjóðinni
bestu leið til framfara. „Konur," segir hún, „koma hér hvergi nærri.
Granur leikur á að þær séu ekki til" (bls. 225). Hárfín athugasemd sem