Saga - 2003, Blaðsíða 148
146
HELGISKÚLIKJARTANSSON
öllum tímum, og hjá skógarþjóðum var eðlilegt að enginn vissi
betur. Fólk sem bjó við víðsýni og fór langferðir á sjó eða opnum
sléttum, það sá hins vegar með eigin augum að yfirborð hafs og
lands er eilítið kúpt, og ferðalangar sem gættu að sól og stjörnum
sáu gang þeirra breytast eftir því hvort farið var norðar eða sunn-
ar á þessa bungu. Meðan hinn „þekkti heimur" hverrar menn-
ingar var aðeins lítill hluti af yfirborði jarðar, var hins vegar ekkert
augljóst hve langt bungan næði eða hvemig jörðin væri í laginu að
neðan. Til að leysa þann vanda þurfti að skilja eðh tunglmyrkva.
Það gerðu Forn-Grikkir og sáu þá með eigin augum að skuggi
jarðar, eins og hann féll á tunglið, sýndi sama bunguformið
hvernig sem jörð og tungl stóðu af sér. Því hlaut jörðin að vera
jafnkúpt á alla vegu. Stærð hennar mátti meira að segja meta
með sæmilegri nákvæmni með því að bera saman sólarhæð á
ólíkum stöðum. Þessi fróðleikur grískra lærdómsmanna féh aldrei
í fymsku, þannig að miðaldamenn, þeir sem á annað borð lásu sér
til um viðurkennd heimsmyndarfræði, vissu alla tíð að jörðin er
hnöttótt. Að þann fróðleik ræki á fjömr Islendinga eins og annarra
telst varla til tíðinda.11
Hins vegar aðhylltust bæði Forn-Grikkir (raunar ekki allir) og
eftir þeim Evrópumenn á miðöldum svonefnda jarðmiðjukenn-
ingu, töldu jörðina kyrrstæða í miðju alheims, og að um hana
snemst bæði sól og stjörnur. I vísindabyltingu 16.-17. aldar féll
þessi kenning fyrir sólmiðjukenningu Kópemíkusar, en hafði áður
vakið harðar deilur og eignast sína píslarvotta, Bruno og Galileo.
Er öll sú saga víðfræg, sem maklegt er, og hefur lengi þótt sjálfsagt
að vestrænar þjóðir lærðu hana í skólum sem merkan áfanga á
þróunarbraut menningar sinnar. Um þessa fræðslu hefur þó ein-
hvern veginn tekist svo slysalega til að fjöldi upplýsts fólks ruglar
saman jarðmiðjukenningunni og hugmyndinni um flata jörð,12
ímyndar sér að Kólumbus hafi verið brautryðjandi nýrra og
11 Um þetta, og það sem hér fer á eftir, má fræðast rækilega af riti Þorsteins
Vilhjálmssonar: Heimsmynd á hverfanda hveli. Sagt frá heimssýn vísindanna
frá öndveröu fram yfir daga Newtons, 2. bindi (Reykjavík, 1986-1987).
12 Það vill svo til að á nokkrum vikum áður en þetta er skrifað hef ég þríveg-
is orðið var við þennan misskilning á vinnustað mínum í KHÍ: í námshópi
þar sem flestir eru á þrítugsaldri og með nýlegt stúdentspróf; í nem-
endahópi þar sem flestir eru a.m.k. á fertugsaldri og margir með
háskólapróf fyrir; og loks á sjálfri kennarastofunni. í öll skiptin var einhver