Saga - 2003, Blaðsíða 162
160
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
borið við Vestur-Evrópu var hernaðarbrölt íslendinga á 12. og 13.
öld lítið og ómerkilegt. Vopn voru fá í landinu. Frá því um 1190
eru fylgdarmenn nefndir í samtíðarsögum. Guðmundar saga dýra
nefnir fylgdarmenn og aðra vini Þorvarðar goða Þorgeirssonar.27
Fylgdarmannakerfið þróaðist ört. Um miðja 13. öld höfðu allir
voldugustu höfðingjar landsins og hluti stórbændanna fylgdar-
menn. Fjöldi þeirra var mismikill hjá höfðingjum, frá einum eða
tveimur til tíu eða tólf manna. Eftir því sem nær dró lokum
þjóðveldisaldar fjölgaði fylgdarmönnum höfðingjanna, fylgdar-
mannasveitir og gestir komu til sögunnar. Munur þessara tveggja
hópa var eingöngu nafnið og stærð þeirra á bilinu 10-20 menn.
Stöku sinnum voru fylgdarmennirnir kallaðir heimamenn ásamt
vinnukörlum og gat þá fjöldi þeirra verið um 30. Fylgdarmenn
fengu smám saman á sig einkenni atvinnuhermanna og sinntu
trúlega ekki búskap eða neinum föstum bústörfum. Þeir voru
lífverðir höfðingjanna og fylgdu þeim ár og síð, börðust við hlið
þeirra í orrustum og réð framganga þeirra oft úrslitum. I
Haugsnesbardaga 1246, þar sem Þórður kakali og Brandur Kol-
beinsson tókust á, var bardaginn ákafastur á milli fylgdarmanna
þeirra. Fylgdarmennimir vom úr öllum samfélagshópum. Þorri
þeirra var sennilega fátækur og ættsmár.28
Þeir sem áttu og notuðu vopn í átökum 12. og 13. aldar voru
goðar, fylgdarmenn þeirra og nokkrir stórbændur. Aðrir íslenskir
afreksmenn köstuðu grjóti. Islendingar vom afburða grjótkast-
arar! Fræg em hin fleygu orð Gissurar Þorvaldssonar í Örlygs-
staðabardaga er hann bað menn sína menn hætta að kasta grjóti:
„því at þér takið stór högg af því sama grjóti, þá er þeir senda þat
aftr."29 Vopnfimi Islendinga var ekki mikil og þegar þeir fengu
hjálp frá Noregi, eins og Sturla Sighvatsson fékk, en hann hafði
fengið bogamann þaðan, endaði það með ósköpum, blessaður
karlinn hitti engan með örvum sínum og aflaði sér reiði Sturlu.30
Mesta hetjan í Skálholtsbardaga 1242, milli Órækju Snorrasonar
og Gissurar Þorvaldssonar, var Björn nokkur Beinsson, hann
27 Sturlunga saga I, bls.178-179.
28 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja, bls. 122-126.
29 Sturlunga saga I, bls. 432.
30 Sturlunga saga I, bls. 353.