Saga - 2003, Blaðsíða 114
112
EINAR SIGMARSSON
Ummæli Þórðar Þorlákssonar frá 1669
í sjötta lagi má spyrja: Ef höfundur Qualiscunque var biskup í
Skálholti í fjörutíu og eitt ár, hvers vegna segjast þá ýmsir máls-
metandi menn á sautjándu öld alls ófróðir um hver hann sé?
Einn þeirra er Brynjólfur Sveinsson (1605-1675), samanber
svarbréf, dagsett 12. ágúst 1662, við fyrirspurn frá Marcusi
Meibom (1621-1710), þá yfirbókaverði við safn Danakonungs.79
Biskupnum finnst samt líklegra að höfundurinn sé norðlenskur en
sunnlenskur því í verkinu sé silfur sagt finnast á tveimur stöðum
suðvestanlands - í Hvalfirði þar sem Krýsuvík heiti og við
Bláskeggsá - en farið sé rangt með legu þeirra. Hið rétta er að
Bláskeggsá fellur í Hvalfjörð en höfuðbóhð Krýsuvík er alllangt
undan, suðvestan Kleifarvatns. Sama missögn er í eina varð-
veitta handritinu80 nema það sé sama handrit og Brynjólfuí
gluggaði í. Hér gæti samt verið um skrifaraglöp að ræða sem
rekja mætti þangað eða til sameiginlegs forrits. Ef það var
höfundur Qualiscunque sem fór hér rangt með verður varla
dregin af því veigameiri ályktun en að hann hafi ekki verið gjör'
kunnugur á umræddum slóðum.
Brynjólfur gekk í Skálholtsskóla 1617-1623, var við nám og störf
í Danmörku 1624-1629 og 1631-1638 og biskup í Skálholti
1639-1674.81 Jón Halldórsson greinir svo frá að Brynjólfur og Odd-
ur Einarsson hafi snemma átt samneyti:
M. [: Magister] Brynjólfur sagði sjálfur frá því síðar, það um
þann tíma, sem hann var í skóla, hefði herra Oddur verið sér
jafnan góður og látið eptir sér meir en öðrum skólapiltum, og
aldrei hefði hann beðið hann þess, er hinn synjaði honum.82
Samt kannaðist Brynjólfur ekki við að Oddur hefði samið Qualiscunquö'
Arni Magnússon er engu nær um höfund Qualiscunque laust fyr-
79 Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar, bls. 146-147. - Um efni bréfsins vísast
á Burg, „Einleitung", bls. vii-ix.
80 Qualiscunque, bls. 70, nmgr. 16. - Leiðrétt í þýðingu Sveins Pálssonar, sbr-
Islandslýsing, bls. 135.
81 Sbr. æviágrip Brynjólfs eftir bróðurson hans, séra Torfa Jónsson í Gaul'
verjabæ (d. 1689), prentað í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Httcr'
dal II, bls. 332,335-350,367 og 374. - Hér er líka stuðst við Biskupasögur Jó,,s
prófasts Haljljdórssonar í Hítardal I, bls. 220, 224-227 og 299-300.
82 Biskupasögur Jóns prófasts Hal[l]dórssonar í Hítardal I, bls. 224.