Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 32

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 32
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR32 Þegar ég las verkið vissi ég strax að þörf væri á að hanna leikmynd sem gæti undirstrikað hverfult umhverfi sem líktist einhvers konar áfalli. Þessi leikmynd er í raun áfall,“ segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, sem gerir leik- myndina fyrir Hreinsun eftir Sofi Oksanen sem sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ilmur segir ýmsar áskoranir fólgnar í því að hanna leikmynd fyrir þetta ákveðna verk. „Mig langaði til að vinna með þrívídd- ina, að búa til hreyfingu í nokkuð sem stendur kyrrt. Þannig breytist leikmyndin eftir því hvort lýst er framan á hana eða aftan á. Það var mikil áskorun að vinna með þessi efni sem hleypa í gegnum sig ljósi, sem eru grisja og dúkur, og hin sem hleypa ekki í gegnum sig ljósi, álgrind og timbur. Þá þurfti líka að vera auðvelt að taka leik- myndina í sundur og púsla henni saman aftur, en það er alvanalegt með leikmyndir á stórum sviðum. Mikilvægast er þó að leikmyndin sprettur úr kvöl kvenna, sem er umfjöllunarefni verksins. Leik- myndin hefur margar mismunandi vísanir og áhorfendur geta lesið hana á alla vegu,“ segir Ilmur. Halla Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem gerði leikmynd-ina fyrir Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov, sem sýnt er á stóra sviði Borgarleikhússins, segist frá upphafi hafa lagt upp með að leita eftir draumkenndum veruleika í hönnun sinni. „Við vildum nýta þetta stóra svið, en vildum ekki hafa leikmynd sem virkaði of þung á sviðinu,“ segir Halla. „Til að gera hana draumkennda vildi ég hafa hana gagnsæja í raun, þannig að lýsingin næði í gegnum alla leikmyndina. Til að ná því var byggður ljósabúnaður inn í alla veggina í leikmyndinni, sem er óvenjulegt. Efnið sem ég nýtti er gegnsætt, til dæmis fóður og plexígler með úrskornum myndum á filmu.“ Halla segir einnig hafa verið mikilvægt að áhorfendur finndu fyrir sjálfum Kirsuberjagarðinum, dýrmætasta djásni persónanna í verkinu. „Ég vildi ekki nota myndir af hefðbundnum kirsuberjatrjám heldur er garðurinn túlkaður með skeljaklösum sem hanga aftast á svið- inu, sem búa þannig til enn meiri dýpt. Lillableiki liturinn er ríkur á sviðinu, sem er óræður en vísar í þessi bleiku kirsuberjablóm.“ Unnið með lýsingu og léttleika Leikmyndir í verkunum Hreinsun og Kirsuberjagarðinum, sem nú eru sýnd á stóru sviðum leikhúsa borgarinnar, hafa vakið verð- skuldaða athygli. Kjartan Guðmundsson ræddi við myndlistarkonurnar Ilmi Stefánsdóttir og Höllu Gunnarsdóttur sem báðar hafa fengið mikið lof fyrir þá heillandi heima sem þær hafa skapað á sviðinu. HREINSUN Verkið gerist á tveimur tímabilum, í kringum 1950 og svo um 1990. „Leikmyndin endurspeglar ekki hefðbundin híbýli og því þurfti að sníða hana að fólkinu sem býr í henni, leikurunum, til dæmis með því að opna hana svo fólk kæmist inn og út,“ segir Ilmur Stefánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÝSING Leikmyndin gjörbreytist þegar lýst er aftan á hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TÍÐARANDI Töluverð vinna fór í að finna blöndu af gömlum hlutum frá löndum Austur-Evrópu, til dæmis verkfæri, umbúðir af jógúrt og þvottaefni frá Finnlandi og margt fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEITT OG KALT Lýsingin er köld fyrir hlé og heit eftir hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FEGURÐ „Ég vildi ekki halda mig við rússnesk undirstöðuatriði heldur skapa léttleika og fegurð,“ segir Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ MARGAR MISMUNANDI VÍSANIR ■ LAGÐI UPP MEÐ DRAUMKENNDAN VERULEIKA KIRSUBERJAGARÐURINN Halla Gunnarsdóttir og leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason lögðu upp með að skapa draumkenndan veruleika með leikmyndinni. „Dálítið eins og í skáldsögum suður-amerískra höfunda á borð við Isabel Allende og Gabriel García Márquez, þar sem raunveru- leikinn er ekki alveg jarðbundinn,“ segir Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.