Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 32
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR32
Þegar ég las verkið vissi ég strax að þörf væri á að hanna leikmynd sem gæti undirstrikað hverfult umhverfi sem
líktist einhvers konar áfalli. Þessi leikmynd er í raun áfall,“
segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, sem gerir leik-
myndina fyrir Hreinsun eftir Sofi Oksanen sem sýnt er á stóra
sviði Þjóðleikhússins.
Ilmur segir ýmsar áskoranir fólgnar í því að hanna leikmynd
fyrir þetta ákveðna verk. „Mig langaði til að vinna með þrívídd-
ina, að búa til hreyfingu í nokkuð sem stendur kyrrt. Þannig
breytist leikmyndin eftir því hvort lýst er framan á hana eða
aftan á. Það var mikil áskorun að vinna með þessi efni
sem hleypa í gegnum sig ljósi, sem eru grisja og dúkur,
og hin sem hleypa ekki í gegnum sig ljósi, álgrind og
timbur. Þá þurfti líka að vera auðvelt að taka leik-
myndina í sundur og púsla henni saman aftur, en
það er alvanalegt með leikmyndir á stórum sviðum.
Mikilvægast er þó að leikmyndin sprettur úr kvöl
kvenna, sem er umfjöllunarefni verksins. Leik-
myndin hefur margar mismunandi vísanir
og áhorfendur geta lesið hana á alla vegu,“
segir Ilmur.
Halla Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem gerði leikmynd-ina fyrir Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov, sem
sýnt er á stóra sviði Borgarleikhússins, segist frá upphafi hafa
lagt upp með að leita eftir draumkenndum veruleika í hönnun
sinni.
„Við vildum nýta þetta stóra svið, en vildum ekki hafa
leikmynd sem virkaði of þung á sviðinu,“ segir Halla. „Til
að gera hana draumkennda vildi ég hafa hana gagnsæja í
raun, þannig að lýsingin næði í gegnum alla leikmyndina.
Til að ná því var byggður ljósabúnaður inn í alla veggina
í leikmyndinni, sem er óvenjulegt. Efnið sem ég nýtti er
gegnsætt, til dæmis fóður og plexígler með úrskornum
myndum á filmu.“
Halla segir einnig hafa verið mikilvægt að áhorfendur
finndu fyrir sjálfum Kirsuberjagarðinum, dýrmætasta
djásni persónanna í verkinu. „Ég vildi ekki nota myndir
af hefðbundnum kirsuberjatrjám heldur er garðurinn
túlkaður með skeljaklösum sem hanga aftast á svið-
inu, sem búa þannig til enn meiri dýpt. Lillableiki
liturinn er ríkur á sviðinu, sem er óræður en
vísar í þessi bleiku kirsuberjablóm.“
Unnið með lýsingu og léttleika
Leikmyndir í verkunum Hreinsun og Kirsuberjagarðinum, sem nú eru sýnd á stóru sviðum leikhúsa borgarinnar, hafa vakið verð-
skuldaða athygli. Kjartan Guðmundsson ræddi við myndlistarkonurnar Ilmi Stefánsdóttir og Höllu Gunnarsdóttur sem báðar
hafa fengið mikið lof fyrir þá heillandi heima sem þær hafa skapað á sviðinu.
HREINSUN Verkið gerist á tveimur tímabilum, í kringum 1950 og svo um 1990. „Leikmyndin endurspeglar ekki hefðbundin híbýli og því þurfti
að sníða hana að fólkinu sem býr í henni, leikurunum, til dæmis með því að opna hana svo fólk kæmist inn og út,“ segir Ilmur Stefánsdóttir.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÝSING Leikmyndin gjörbreytist þegar lýst er aftan á hana.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
TÍÐARANDI Töluverð vinna fór í að finna blöndu af gömlum hlutum
frá löndum Austur-Evrópu, til dæmis verkfæri, umbúðir af jógúrt og
þvottaefni frá Finnlandi og margt fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEITT OG KALT Lýsingin er köld fyrir hlé og heit eftir hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FEGURÐ „Ég vildi ekki halda mig við rússnesk undirstöðuatriði heldur
skapa léttleika og fegurð,“ segir Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ MARGAR MISMUNANDI VÍSANIR ■ LAGÐI UPP MEÐ DRAUMKENNDAN VERULEIKA
KIRSUBERJAGARÐURINN Halla Gunnarsdóttir og leikstjórinn Hilmir Snær Guðnason lögðu upp með að skapa draumkenndan veruleika með
leikmyndinni. „Dálítið eins og í skáldsögum suður-amerískra höfunda á borð við Isabel Allende og Gabriel García Márquez, þar sem raunveru-
leikinn er ekki alveg jarðbundinn,“ segir Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON