Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 35

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 35
22 Jólablað Morgunblaðsins 2010 O kkur finnst gaman að þessu og höfum í nokkur ár spreytt okkur á kon- fektgerð. Þetta hófst með því að ég fór á námskeið í Húsasmiðjunni og prófaði þá fyrst að steypa súkkulaði sem karlinn féll alveg fyrir,“ segir Dagný Ásta, spurð um konfektgerð þeirra hjóna, og hlær. Pakkaði súkkulaðinu inn Börnin hafa gaman af því að vera með en eru þó helst til ung til að aðstoða við konfektgerðina. Syn- inum, Oliver, finnst gaman að fá að smakka og er aðeins farinn að hjálpa til. Hann átti til að mynda að setja núggat á marsipansneið og loka því og rúlla, en móðir hans var búin að skera hráefnið niður í litla bita. Hann skildi þó ekki alveg að rúlla þyrfti molunum og tjáði móð- ur sinni að hann væri búinn að pakka súkkulaðinu inn og nú gæti hún prófað. „Appelsínutrufflurnar eru mitt uppáhald. Við höldum okk- ur mest við sömu uppskriftirnar en samt er alltaf ein og ein ný upp- skrift sem fær að slæðast með. Fjölskyldan hans Leifs hittist all- ltaf og gerir laufabrauð fyrir jólin og þá höfum við tekið með konfekt sem okkar framlag,“ segir Dagný Ásta. Þau hjónin halda úti upp- skriftavefnum kjanaprik.is/ uppskriftir þar sem finna má ýmiss konar góðgæti. Mozartkúlur 250 g blød nougat frá Odense 250 g konfektmarsípan frá Odense 100-200 g hjúpsúkkulaði Mótið litlar kúlur á stærð við baunir úr núggatinu. Skerið marsípanið í þunnar sneiðar, fletjið hverja sneið lauslega út með lófanum og vefjið utan um núgatið. Rúllið hverjum mola í fal- lega kúlu og hjúpið með hjúpsúk- kulaði. Appelsínutrufflur 200 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Opal hnappar (þessir app- elsínugulu) 1 dl rjómi 2 msk. smjör 1 1/2 tsk. rifið hýði af appelsínu (einnig má sleppa berkinum og setja góðan líkjör í staðinn eins og t.d. Grand marnier) Hitið rjómann að suðu, lækkið hitann, bætið súkkulaðinu út í og þeytið. Bætið smjörinu og appels- ínuhýðinu út í, kælið. Setjið truffl- urnar í konfektform. Marsípan/daim-konfekt 500g Odense Ren Rå marsípan eða Odense kókosmarsípan 2 pakkar Daim-kurl 200g ljóst Odense-súkkulaði Kókosmjöl Lúxus kasjúhnetur, saltaðar og ristaðar Marsípan er skorið í tvö jafn stór stykki og flatt út. Bræðið súkku- laðið, skerið útflatta marsípanið í þríhyrnd stykki þannig að 2-4 Da- im-kúlur rúmist á þríhyrningi, hell- ið kókosmjöli á disk, dýfið þrí- hyrndu stykkjunum ofan í brædda súkkulaðið, látið umframsúkkulaðið leka af stykkjunum, leggið því næst súkkulaðihjúpaðan þríhyrninginn ofan á kókosmjölið og setjið 2-3 Da- im-kúlur ofan á. Takið síðan stykk- ið af kókosmjölinu og geymið í kæli. Steyptir súkkulaðimolar Bræðið Odense-súkkulaði í skál. Best er að hafa aðra skál með heitu vatni utan um og skipta reglulega um vatnið svo súkku- laðið sé vel heitt. Hellið súkku- laðinu yfir súkkulaðimót og hellið af. Skafið aukasúkkulaði af með spaða (t.d. nýjum kíttisspaða). Setjið í kæli (ekki frysti) í nokkr- ar mínútur. Setjið fyllinguna á, en gætið þess að um 3 mm vanti upp á. Hellið súkkulaði aftur yfir og skafið aukasúkkulaði frá þannig að hvert mót sé sléttfullt. Setjið aftur í kæliskáp í nokkrar mínútur. Sláið súkkulaðimolana létt úr. Einnig er hægt að setja smá hvítt súkkulaði fyrst til skreytingar, með því að mála það á mótið eða láta drjúpa af hnífs- oddi. Fylling 4 tsk. hindberjasulta 1 tsk. sítrónusafi u.þ.b. 1,5 dl flórsykur eða þar til áferðin er á við hunang. Einnig er hægt að blanda rommi, marsípani og flórsykri eða nær hverju sem er saman við. Bounty-kúlur 3 msk. lint smjör 4 dl kókosmjöl 4 dl flórsykur 1 eggjahvíta 2 msk. þeyttur rjómi Byrjið á að setja smjör, kókos og flórsykur saman og hrærið vel. Að lokum er eggjahvítunni og rjóman- um bætt við. Kælið og gerið svo kúlur sem dýft er svo í súkkulaði að eigin vali. maria@mbl.is Marsipan Úr marsipani og öðru góðu hráefni má búa til gott og girnilegt jólakonfekt. Girnilegt Af jólakonfekti hjónanna má nefna Mozartkúlur, appelsínutrufflur og Bounty-kúlur. Bounty-kúlur og trufflur Hjónin Dagný Ásta Magnúsdóttir og Leifur Skúlason Kaldal búa til girnilegt konfekt fyrir jólin. María Ólafsdóttir fékk þau hjónin til að deila nokkrum girni- legum uppskriftum með lesendum jóla- blaðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldan Hjónin Leifur Skúlason Kaldal og Dagný Ásta Magnúsdóttir ásamt litlu hjálparkokkunum Oliver og Ásu Júlíu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.