Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 41
28 Jólablað Morgunblaðsins 2010
M
argir gætu haldið að í
matreiðslubók þar
sem matreiðslumeist-
ararnir í kokkalands-
liðinu leggja til uppskriftirnar úði
og grúði af flóknum uppskriftum
með óteljandi hráefnum.
Svo er þó aldeilis ekki í nýrri
matreiðslubók sem nefnist Einfalt
með kokkalandsliðinu. Þar er að
finna fjöldann allan af girnilegum
uppskriftum að forréttum, aðal-
réttum, meðlæti, eftirréttum,
drykkjum og fleiru.
Hver uppskrift inniheldur aldrei
fleiri en fjögur hráefni svo hver
sem er ætti að geta klambrað
saman dýrindis réttum í eldhúsinu
eftir uppskriftunum góðu.
Hér gefur að líta nokkrar upp-
skriftanna; marineruð epli, sult-
aðan lauk og girnilega súkku-
laðidrykki.
Marineruð epli
2 græn epli
400 ml repjuolía (hægt er að
nota hvaða olíu sem er)
1 dillbúnt
Skrælum eplin, skerum þau í
litla bita og söxum dillið fínt. Setj-
um allt í ílát og blöndum vel sam-
an. Geymum eplin í ísskáp yfir
nótt.
Marineruð epli eru snilldargóð
með bæði svína- og lambakjöti.
Sultaður laukur
500 g laukur
1 grein garðablóðberg
100 ml hvítvín
olía
Hitum olíu í stórum potti, bæt-
um niðurskornum lauknum út í og
eldum hann í fimm mínútur án
þess að hræra í. Hrærum svo við-
stöðulaust þar til laukurinn verður
karamellubrúnn – ekki láta hann
brenna við! Þá setjum við hvítvín
og garðablóðberg út í og sjóðum
niður þar til allur vökvi er farinn.
Setjum sultuna á krukkur.
Það má gjarnan setja sykur
saman við, einnig er gott að setja
hvítlauk og papriku í blönduna.
Gott með fiski og kjúklingi.
Heitt súkkulaði
300 g dökkt súkkulaði
750 ml mjólk
3 matskeiðar kakó
½ vanillustöng
Í eldhúsinu;
250 ml vatn
Blöndum mjólk, vatni, kakói og
vanillu saman. Hitum að suðu og
blöndum þá súkkulaðinu saman
við. Lækkum hitann og látum
malla smástund, munum að hræra
öðru hverju.
Prófum líka að setja nokkrar
kanilstangir saman við mjólkina.
Kannski rjómaslettu?
Heitt súkkulaði
með Stroh
1 l mjólk
300 g dökkt súkkulaði
1 vanillustöng
1-2 msk Stroh 60
Hitum mjólkina með vanill-
ustönginni, setjum súkkulaðið
saman við og hrærum vel saman
þar til súkkulaðið er bráðnað.
Bætum loks Stroh út í.
Gott er að geyma notuðu
vanillustöngina í sykri og búa
þannig til þinn eigin vanillusykur.
Hvítsúkkulaði-
mokkadrykkur
1 l mjólk
2 vanillustangir
220 g hvítt súkkulaði
4 msk sterkt nýlagað espresso
Hitum mjólkina í litlum potti
ásamt vanillustöngunum. Sigtum
vökvann yfir í skál og bætum
súkkulaði saman við. Hellum
súkkulaðinu í fjóra bolla og blönd-
um matskeið af espresso saman
við hvern þeirra.
Súkkulaðimyntu-
drykkur
1 lítri mjólk
5 msk mynta
150 g súkkulaði (65%)
sykurpúðar
Hitum mjólkina að suðu, rífum
myntulaufin, setjum þau út í og
blöndum saman við. Setjum plast-
filmu yfir pottinn og látum drykk-
inn standa í 15 mínútur. Tökum
plastfilmuna af pottinum og hitum
aftur að suðu. Hellum í gegnum
sigti yfir súkkulaðið. Blöndum vel
saman þar til allt súkkulaðið er
bráðið. Setjum sykurpúða í bolla
og hellum súkkulaðiblöndunni yfir.
Gott er að loka pottinum með
plastfilmu því hún einangrar betur
en pottlok. Þetta er gert svo vökv-
inn dragi í sig bragð.
birta@mbl.is
Aldrei fleiri en fjögur hráefni
Ný og einföld mat-
reiðslubók frá íslenska
kokkalandsliðinu.
Heitt súkku-
laði með Stroh
Hvítsúkkulaði-
mokkadrykkur
Súkkulaðimyntu-
drykkur
Fatnaður
í miklu
úrvali
Náttföt og
sloppar
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík S:5516646
Opið virka daga 10-18 og Laugardaga 11-15
Fallegt fyrir
heimilið