Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 71
Í
margra augum snúast jólin að
miklu leyti um hefðir. Sama
rútína er viðhöfð á aðventunni
og þegar kemur að jólamatnum
má ekkert útaf bera ár frá ári, allt á
að vera samkvæmt venjunni.
Svo eru aðrir
sem prófa eitt-
hvað nýtt um
hver jól. Fyrir þá
nýjungagjörnu
er óhætt að mæla
með nokkrum
girnilegum eft-
irréttum úr nýút-
kominni mat-
reiðslubók eftir stjörnukokkinn
Gordon Ramsey.
Bókin nefnist Heimsreisa bragð-
laukanna og í henni má finna upp-
skriftir Ramsey sem eiga rætur sínar
að rekja til allra heimshluta. Í bókinni
rýnir Ramsay í matargerð Mið-
Austurlanda, Taílands, Bandaríkj-
anna, Kína, Indlands, Spánar, Frakk-
lands, Ítalíu og Grikklands, auk
heimahaganna í Bretlandi. Auk upp-
skriftanna geymir bókin upplýsingar
um hráefni og krydd sem einkenna
viðkomandi matarmenningu.
Hér má sjá nokkrar uppskriftir úr
bókinni sem gjarnan mætti nýta sem
eftirrétti á jólum.
Amaretto- og
súkkulaðiterta
Þessa má gera með góðum fyrir-
vara og geyma í kæli. Takið hana út
úr kæli 30 mínútum áður en á að bera
hana fram.
Fyrir 8
Mjúkt smjör
350 g. dökkt súkkulaði
6 msk. amaretto
4 egg, aðskilin
50 g. amaretti-kökur (eða makka-
rónur), fínmuldar
200 g. sykur
Þeyttur rjómi eða mascar-
poneostur
Hitið ofninn í 180 °C (160°C með
blæstri). Smyrjið kökuform (með
lausum botni) vel með smjöri og legg-
ið bökunarpappír á botninn.
Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið
það yfir vatnsbaði. Hrærið svo ama-
retto saman við þegar það er bráðið.
Takið skálina af vatnsbaðinu þegar
blandan er jöfn og slétt og setjið hana
til hliðar.
Þeytið eggjarauðurnar léttar og
ljósar. Hrærið kökumylsnunni saman
við súkkulaðið og síðan eggjarauð-
unum. Stífþeytið eggjahvíturnar.
Þeytið svo sykurinn saman við, eina
skeið í einu, þar til úr verður nokkurs
konar marengs. Blandið svo þriðjungi
af marengsinum í senn gætilega sam-
an við súkkulaðið.
Hellið deiginu í kökuformið og
sléttið úr því með sleikju. Bakið í 35-
40 mínútur, þar til kakan hefur lyft
sér aðeins og er komin með smá-
skorpu. Sprungur gætu verið komnar
í yfirborðið, en miðjan ætti að vera
rök. Slökkvið á ofninum og látið kök-
una standa í ofninum í a.m.k. klukku-
stund.
Takið tertuna úr ofninum og látið
hana kólna alveg áður en hún er tekin
úr forminu. Setjið hana á stóran kö-
kudisk og dreifið kakódufti yfir. Berið
fram í sneiðum með þeyttum rjóma
eða mascarpone.
Tyrknesk jógúrtterta
með sítrussírópi
Fyrir 8
Smjör
6 stór egg, hvítur og rauður
aðskildar
150 g. sykur
600 g. grísk jógúrt
Safi og börkur af 1 sítrónu
Klípa af maldonsalti
Sítrussíróp:
125 g. sykur
125 ml. vatn
Safi og börkur af 1 sítrónu
1 tsk. appelsínublómavatn eða
Rósavatn (má sleppa)
Hitið ofninn í 180 °C (160°C með
blæstri). Smyrjið hliðarnar á köku-
formi með smjöri og setjið bök-
unarpappír á botninn.
Þeytið eggjarauðurnar og sykur-
inn saman þar til blandan er létt og
ljós. Sigtið hveitið yfir og hrærið ró-
lega saman. Blandið jógúrt, sítrónu-
safa og -berki gætilega saman við.
Þeytið eggjahvíturnar með örlitlu
salti þar til froðan myndar stífa
toppa. Blandið eggjahvítunum gæti-
lega saman við rauðurnar og jógúrt-
ina með sleif eða sleikju.
Hellið deiginu yfir kökuformið og
sléttið yfirborðið. Bakið í 50-60 mín-
útur þangað til kakan hefur lyft sér
og tekið lit. Til að athuga hvort hún sé
bökuð í gegn er prjóni stungið í hana;
ef hann kemur hreinn út er kakan
tilbúin. Kælið kökuna í forminu, það
er eðlilegt að hún falli aðeins.
Sjóðið sírópið á meðan kakan er í
ofninum. Setjið allt hráefnið í pott og
hitið að suðu, lækkið hitann og látið
malla í 7-10 mínútur, eða þar til u.þ.b.
þriðjungur hefur gufað upp. Kælið
sýrópið og hellið því í könnu.
Losið kökuna úr forminu á köku-
disk og dreifið sírópinu yfir. Berið
þetta fram með t.d. sýrðum rjóma eða
grískri jógúrt eða jafnvel skyri.
Hrísgrjónabúðingur með
mangó, límónu og kókos
Þennan búðing má bera fram heitan
og kaldan. Ef hann er borðaður kaldur
er best að bíða með að setja mangóið í
hann þar til á að bera hann fram.
Fyrir 4-6
250 g. jasmín-hrísgjrón
400 ml. dós af kókosmjólk
80 g. sykur
1 vanillustöng, skorin í helminga
eftir endilöngu
2-3 msk. kókosmjöl
1 þroskað mangó
150 ml. rjómi
Borið fram með:
Lófafylli af söxuðum pistasíum
1 límóna
Setjið hrísgrjón, kókosmjólk, syk-
ur og vanillu í pott. Hitið að suðu,
hrærið oft á meðan, og látið malla
undir loki í 15-20 mínútur.
Ristið kókosmjölið á þurri pönnu
þar til það fer að brúnast og hrærið
stöðugt. Hvolfið mjölinu af pönnunni
á disk og kælið. Afhýðið mangóið og
skerið í bita.
Veiðið vanillustöngina upp úr þeg-
ar hrísgrjónin eru tilbúin. Hrærið
kókosmjölinu, rjómanum og mangó-
bitunum saman við. Setjið lokið aftur
á pottinn og látið standa í 2-3 mín-
útur. Skiptið búðingnum í skálar og
dreifið pistasíum yfir. Rífið smávegis
límónubörk yfir og berið fram.
birta@mbl.is
Kokkur Gordon Ramsey kann réttu handtökin í eldhúsinu.
Heimsreisa
bragðlaukanna
Uppskriftir að forvitnilegum eftirréttum eru meðal
þess sem má finna í nýrri bók frá Gordon Ramsey.
Hrísgrjónabúðingur
Tyrknesk jógúrtterta
Amaretto-tertan
58 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Hildur Hafstein
www.hildurhafstein.is