Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 83
70 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Jói er sjálfur mikill veiðimaður og
því er að finna fjöldann allan af
girnilegum villibráðaruppskriftum í
bókinni góðu.
Hér má sjá nokkrar slíkar, en
bókin fæst í verslunum Eymundsson
og Hagkaupa.
Léttelduð rjúpa
Forréttur
Rjúpnabringur
Salt og pipar
Smjör
Garðablóðberg
Rifsber
Kryddið bringurnar með pipar og
salti og léttsteikið þær upp úr
smjöri ásamt garðablóðbergi og
berjum í 4-5 mínútur. Látið þær
standa í u.þ.b. 3 mínútur og berið
þær fram strax ásamt sósunni og
perubitunum. Gætið þess að allt
meðlætið sé tilbúið áður en kjötið er
steikt.
Rjúpnasoð
Bein og innmatur úr u.þ.b.
6 rjúpum
1 stór laukur
2 gulrætur
U.þ.b. 10 einiber
2 góðir kvistir garðablóðberg
Salt og pipar
Vatn
Brúnið bein, innmat og niður-
skorið grænmeti vel á pönnu. Setjið
þetta svo í pott, bætið einiberjum,
garðablóðbergi, pipar og salti við,
hellið vatni í pottinn svo að fljóti vel
yfir og sjóðið í 1-2 klukkustundir.
Fleytið froðu ofan af öðru hverju á
meðan soðið mallar. Síið soðið þegar
það er tilbúið.
Rjúpnasósa
3 dl rjúpnasoð
3 dl rjómi
1 msk. gráðaostur
Salt og pipar
1 tsk. rifsberjasulta
2 msk. púrtvín, ef vill
Setjið allt í pott, látið suðuna
koma upp og kryddið vel.
Jóa Fel þarf vart að kynna fyrirmatreiðsluáhugamönnum, enhann hefur meðal annars sýntlistir sínar í eldhúsinu í þátt-
unum Eldsnöggt með Jóa Fel. Þætt-
irnir hafa verið sýndir á Stöð 2 frá
árinu 2003 og eru orðnir um 90 tals-
ins.
Uppskriftirnar sem Jói Fel hefur
eldað í þáttunum skipta hundruðum
og nú hefur verið gefin út bók þar
sem þeim er safnað saman.
Bókin heitir Eldað með Jóa Fel og
kennir þar ýmissa grasa, eins og
þeir sem fylgst hafa með þáttunum
vita manna best. Jói eldar jafnt
girnilega forrétti, aðalrétti, eftirrétti
og smárétti auk þess sem má í bók-
inni góðu fá uppskriftir að ýmsum
drykkjum, kökum og grillréttum svo
fátt eitt sé nefnt.
Þá rifjar Jói upp ýmis atvik og
skemmtilega gesti sem hafa sett svip
sinn á þættina fram til dagsins í dag.
Steikt pera
1 pera
1 msk. smjör
1 msk. sykur
1 tsk. kanill
Flysjið peruna, skerið hana í litla
bita og steikið upp úr smjöri. Setjið
sykur og kanil saman við og steikið
áfram þar til perubitarnir eru orðnir
mjúkir.
Hreindýrasteik
með púrtvíns- og
villisveppasósu
Aðalréttur
1 innanlæri (u.þ.b. 1,5 kíló)
Matarolía
Salt og pipar
5-6 greinar garðablóðberg
U.þ.b. 30 rifsber
U.þ.b. 10 einiber
U.þ.b. 2 msk. saxað ferskt
rósmarín
Brúnið kjötið á pönnu upp úr olíu
og kryddið það með pipar og salti.
Setjið kjötið í eldfast mót og setjið
nokkrar greinar af garðablóðbergi
kringum kjötið og ofan á það. Setjið
rifsber, einiber og rósmarín í mótið
(eða á pönnuna, best er að setja kjöt-
ið í ofninn á pönnunni sem það var
brúnað á). Bakið í ofni við 180°C í 20-
30 mínútur, eftir stærð steikarinnar.
Notið kjöthitamæli og steikið kjötið
þar til kjarnhiti er u.þ.b. 54°C. Látið
kjötið standa í u.þ.b. 10 mínútur áð-
ur en það er skorið.
Kartöflur
Steikið kartöflur í teninga. Steikið
þær upp úr olíu og kryddið með
garðablóðbergi, pipar og salti. Bakið
þær í ofni í u.þ.b. 30 mínútur (tíminn
fer eftir stærðinni á bitunum).
Villisveppasósa
U.þ.b. 35 gr þurrkaðir villisveppir
1-2 skalottlaukar
Olía til steikingar
1½ dl portvín
3 dl villibráðarsoð
1-3 dl rjómi
Salt og pipar
Títuberjasulta
Gráðaostur
Leggið sveppina í bleyti. Saxið
laukinn mjög smátt og steikið í olíu,
hellið púrtvíni og soði saman við og
sjóðið niður um helming. Setjið
sveppina út í ásamt rjómanum, sjóð-
ið mjög rólega í u.þ.b. 5 mínútur og
kryddið með salti og pipar. Gott er
að láta sósuna standa í 10-15 mín-
útur til að fá meiri kraft úr svepp-
unum. Hitið sósuna upp áður en hún
er borin fram. Bætið þá sultu og
gráðaosti saman við eftir smekk,
smakkið og bragðbætið eftir þörf-
um. Þykkið sósuna með svolitlu mai-
zena-mjöli ef vill.
Eplasalat að
hætti Unnar
2 dl rjómi
2 sellerístilkar
Vínber
2 epli
Svolítill sykur
U.þ.b. 2 msk. möndlur (má sleppa)
Léttþeytið rjómann og skerið sell-
eríið mjög smátt. Skerið vínberin í
tvennt og eplin í litla bita. Blandið
öllu saman og setjið í kæli.
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Komin er út ný bók með rúmlega 400 uppskriftum úr
smiðju Jóa Fel. Uppskriftirnar eru úr þeim rúmlega
90 sjónvarpsþáttum sem Jói hefur gert undanfarin ár.
Matreiðslumaður Jói Fel var að gefa frá sér nýja uppskriftabók með hundurðum uppskrifta.
Villibráð að hætti Jóa Fel