Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 85
H
eimagerður brjóstsykur hljómar eilítið flók-
inn gjörningur en fjölskyldufyrirtækið
Slikkerí setur það ekki fyrir sig og sér-
hæfir sig í brjóstsykursgerð. En það er
ekki það eina sem sælkerarnir hjá fyrirtækinu fram-
leiða, þau gera einnig hlaup og lakkrís.
Þá er rekin vefverslunin slikkeri.is þar sem hægt að
kaupa allt til sælgætisgerðarinnar. Til að mynda fást í
vefversluninni kennsluhefti í brjóstsykurs- og hlaup-
gerð, sælgætispokar, ýmis bragðefni og litarefni.
Einnig er til efni í sykurlausan brjóstsykur. Hann
er gerður úr maltitoli (í stað sykurs), sem er framleitt
úr maís- og hveitisterkju. Efnið er ætlað sykursjúkum
og sælgætisgrísum er bent á að ganga hægt um gleð-
innar dyr og borða ekki of mikið af brjóstsykrinum í
einu, þar sem það getur haft laxerandi áhrif, sé þess
neytt í óhófi.
Meðfylgjandi eru nokkrar uppskriftir að sælgætinu
gómsæta en það skal tekið sérstaklega fram að
brjóstsykursgerðin getur verið mjög vandasöm og
nauðsynlegt að hafa börn undir öruggu eftirliti full-
orðinna meðan gerðin fer fram. Sykurmassinn sem
notaður er verður nefnilega sjóðandi heitur og slys
geta orðið ef ekki er farið nógu varlega.
birta@mbl.is
slikkeri.is
Brjóstsykur – grunnuppskrift
Gerir u.þ.b. 500 g af brjóstsykri
4 dl sykur
1½ dl þrúgusykur
1 dl vatn
Þegar þið eruð orðin
vön brjóstsykursgerð
getið þið skipt
þrúgusykrinum út
og notað glúkósa.
Molarnir geymast
betur og verða
tærari en klippa
þarf massann mun
heitari því hann er
fljótari að harðna.
Helstu áhöld:
Bökunardúkur (má nota bök-
unarplötu)
sykurhitamælir
spaðar
skæri
Aðferð: Leggið dúkinn á handklæði.
Smyrjið dúkinn, spaðana og skærin með
matarolíu.
Hafið glas með heitu vatni tilbúið við hlið
eldavélarinnar.
Hafið bökunarpappír tilbúinn til að klippa
brjóstsykurinn á.
Hafið öll efni sem á að nota tilbúin áður
en byrjað er.
Hitið bakarofn í 70°C, ekki nauðsyn að
nota ofn en getur verið þægilegt.
Setjið eina grunnuppskrift í pott,
ekki álpott.
Hrærið efnunum saman, ekki þarf
að hræra á meðan sýður.
Setjið pottinn á mátulega hellu,
á fullan straum. Ekki lækka
strauminn.
Mælið efnin sem eiga að
fara í uppskriftina á meðan massinn sýður. Einn tappi
af bragðefni frá Slikkeríi gerir u.þ.b. 1 ml.
Leggið hitamælinn í glas með heitu vatni á milli
þess sem hann er notaður til að mæla hitann í mass-
anum. Ef mælirinn er settur á borð festist hann við
borðið og getur brotnað ef reynt er að taka hann upp.
Slökkvið á hellunni þegar massinn er kominn í
158°C hita.
Hafið pottinn áfram á hellunni þar til massinn nær
165°C.
Bíðið þar til massinn hættir að krauma, hellið hon-
um þá á dúkinn.
Setjið pottinn strax í heitt vatn til að massinn náist
sem auðveldast af, þá er hann tilbúinn fyrir næstu
uppskrift.
Setjið efnin sem nota á í uppskriftina í massann í
þeirri röð sem þau koma fyrir í uppskriftinni. Rauði
liturinn getur brunnið, því er gott að bíða með að
setja hann í massann í u.þ.b. eina mínútu eftir að hon-
um hefur verið hellt á dúkinn.
Vinnið kantana með spöðunum inn að miðju, þannig
kælist massinn eins. Þegar allt hefur blandast vel við
massann er tími til að klippa brjóstsykurinn.
Hægt er að skipta massanum strax í 3-4 parta,
móta pylsur og klippa í hæfilega stóra bita með skær-
um.
Einnig getur verið gott að fletja massann út á
smjörpappír og setja hann inn í bakarofn í u.þ.b. 5
mínútur. Skerið hann í ræmur með hnífi, smurðum
matarolíu, og klippið þær í hæfilega stóra mola. Ef
einn einstaklingur er að gera brjóstsykurinn er betra
að geyma massann í bakarofni á meðan verið er að
klippa.
Gætið að; molarnir mega ekki snertast á meðan
þeir eru heitir, þeir festast saman.
Ef þið viljið hafa molana
þríhyrnda er snúið
upp á pylsuna á
milli þess sem moli
er klipptur frá.
Þegar brjóst-
sykurinn er
orðinn kaldur
er hann settur í
poka eða plastk-
rukku og lokað
strax. Súrefni gerir
brjóstsykurinn
klístraðan.
Salmíaklakkrís
2 dl arabískt gúmmí
4 msk. lakkrísduft
3⁄4 dl kalt vatn
Þetta er hrært saman í skál þar til
blandan verður kekkjalaus, lagt til hliðar
11⁄4 dl þrúgusykur
1⁄4 dl heitt vatn
örlítill svartur litur
Sett í ílát yfir vatnsbaði, þrúgusykurinn
látinn bráðna, liturinn hrærður vel saman
við.
Arabíska gúmmíið og lakkrísduftið
sett saman við sykurinn, haft yfir vatns-
baði í u.þ.b. 20 mín. eða þar til blandan
verður 80-90°C heit.
½ ml anísolíu og 1 tsk. salmíaki bland-
að saman við.
Blöndunni hellt á silikondúk eða
smjörpappír, látið kólna, klippt í ten-
inga eða hvað sem er eftir smekk.
Brjóstsykurs- og lakk-
rísgerð heima í stofu
Hægt er að leggjast í framleiðslu á sínu eigin sælgæti heimavið fyrir jólin.
72 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Framleiðsla á þessu undratæki hófst í Sviss fyrir
meira en 50 árum og hefur verið í stöðugri þróun
síðan. Bamix töfrasprotinn er nánast hljóðlaus,
titrar varla og verður samstundir besti vinur þinn
í eldhúsinu því hann leysir ólíkustu verkefni með
stæl: þeytir, jafnar, saxar, hakkar, malar... Bamix
minnir helst á svissneska vasahnífinn og dæmi eru
um að hann endist áratugum saman.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Töfrasproti